Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 37

Réttur - 01.02.1925, Side 37
Rjettur 39 England. Þó að íhaldið sé álitið traustur þáttur í breskum stjórn- málum, er fyrstu rekstursráðunum þó komið á fót þar í landi. Og ríkisstjórn sú, er þá situr að völdum, hefir ekki í forsæti neinn verkalýðsforingja, heldur miklu fremur átrúnað- argoð margra iðjuhöldanna, Lloyd George. í byrjun stríðstímanna sömdu bresku verkalýðsfjelögin eins- konar frið við atvinnurekendur. Kröfur sínar til bættra launa og lífskjara Ijetu þeir liggja í láginni, en fengu í stað þess loforð stjórnarinnar um ýms fríðindi að stríðinu loknu. En þegar á leið, tóku verkamennirnir að ókyrrast. Fanst þeim bæði friðurinn langt fram undan, og kjör sín ill eða óþol- andi. Leiddi það til verkfalla, er fyrst braust út i málmiðn- aðarhjeruðunum við Clyde 1915 og síðar í kolanámunum í Wales. Feir, er af hálfu vetkalýðsins gerðust þar forvígismenn, voru þeir hinir sömu, sem verkalýðsfjelögin fyrir stríðið höfðu valið sem trúnaðar menti, og nefndir voru shop-stewards. Þessir menn mynduðu þá einskonar ráð innan hverrar at- vinnugreinar, og beittu sjer fyrir kröfunum. Óánægja þessi og verkföll leiddi til þess, að stjórniu skip- aði nefnd manna, er gera skyldi tillögur til varanlegs skipu- lags, er bætti sambúð og samvinnu milli verkamanna og at- vinnurekenda. Formaður þessarar nefndar var þingmaðurinn J. H. Whitley, sem tilheyrir frjálslynda flokknum, og er forseti neðri málstofunnar. Nefnd þessi lauk störfum á skömmum tíma og skilaði áliti sfnu um áramótin 1917 — 18. Tillögur nefndarinnar gengu meðal annars í þá átt, að stofna skyldi rekstursráð. Tilgangur ráðanna skyldi vera sá: I. að auka áhrif og áhuga verkamannanna fyrir stjórn og rekstri atvinnuveganna. II. að sjá um að haldnir yrðu samningar þeir og ákvæði, er gilda áttu milli atvinnurekenda og verkamanna. III. að auka og bæta samvinnu og samúð þessara tveggja aðila. Nefndin lagði til, að mál þau, er ráðin einkum skyldu láta til sín taka, yrðu þessi;

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.