Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 42

Réttur - 01.02.1925, Síða 42
44 Rjettur þó þau í einstökum föllum hafi óbundin ákvörðunarrjett, eins og t. d. riftingu á uppsögn. Austurríki hefir að flestu leyti tekið sjer rekjtursráðalöggjöf Þýskalands til fyrirmyndar. þó hafa austurísku ráðin meiri ákvörðunar- rjett um verksamninga (Akkord). Ráðin geta lagt ágreining, er rís út af slíkum samningum, undir gerðadóm, er ráðin til- nefna. í annan stað hafa austurrísku ráðin takmarkaðra vald- svið um brottrekstur verkamanna, miðað við gildandi ákvæði í því efni í Rýskalandi, sem hjer að framan hefir verið laus- lega lýst. í Czekoslowakiu var árið 1919 samþykt lög um rekstursráð í námunum þar í landi. Lög um stofnun ráða í öðrum atvinnurekstri voru samþykt 1921, og draga þau mjög dám af samskonar lögum í Austurríki og Pýskalandi. í Noregi hafa verkamenn um nokkurt skeið haft trunaðarmenn sína við ýmsan atvinnurekstur. Árið 1918 var þar í landi skipuð nefnd manna, er athuga skyldi hlutdeild verkamanna í ýmsum atvinnugreinum. Nefnd sú klofnaði, en meiri hluti hennar, er skipaður var verkamönnum, lagði til að stofnuð yrði rekstrarráð. Eftir álíti meiri hlutans, átti starfssvið ráðanna að vera mjög yfirgripsmikið, og þau að hafa ákvörðunarrjett í ýmsum atriðum, en ráðgefandi í öðrum. Minni hluti nefndarinnar vildi að vísu stofna til rekstursráða, en hafa vald þeirra eingöngu ráðgefandi og verksvið þeirra mjög takmarkað. Um vorið 1920 hófust miklar atvinnudeilur í Noregi og voru rekstursráðin þá eitt ágreitiingsatriðið milli atvinnurek- enda og verkamanna. Hinir síðarnefndu vildu láta þá þegar koma ráðunum á, eftir tillögum meirihlutans, og stofnuðu sjálfir til rekstursráða í ýmsum atvinnugreinum. Eftir allmikið

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.