Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 44

Réttur - 01.02.1925, Page 44
46 kjetiur staðar meðal jafnaðarmanna, er fullkomin þjóðnýting frani- leiðslu og viðskifta. í Svíþjóð var á fyrsta stjórnarári jafnaðarmannaforingjans Brantings, árið 1920, skipuð nefnd til að athuga fyrirkomulag reksturs- ráða. Árið 1923 skilaði nefnd þessi áliti. Meiri hluti hennar aðhyltist stofnun rekstursráðanna, en minni hluiinn lagði á móti. Vildi meiri hlutinn stofna til ráða í helstu atvinnu- greinum landsins, og skyldi verksvið þeirra vera all-víðtækt en þó að mestu leyti ráðgefandi. Enn þá hefir ekki orðið meira aðgert í Svíþjóð en ráða- gerðirnar einar. En búast má við, að jafnaðarmannastjórnin, er nú situr þar að völdum, komi tillögunum að einhverju leyti í framkvæmd. Og þessi ályktun styrkist við það, að í stjórninni á sæti einn af höfuðtalsmönnum rekstursráðanna í Svíþjóð, einhver hinn mesti mælskumaður Svía, jafnaðarmað- urinn Ernst Wigforss, sem einnig var formaður nefndar þeirrar, er gerði tillögur um rekstursráðin. í Danmörku hefir verið mjög mikið rætt og ritað um rekstursráð. Sá maður, er þar í landi hefir hvað mest kynt sjer þetta merka málefni og mælt með stofnun ráðanna, er núverandi þjóð- bankastjóri Jak. Kr. Lindberg. Jafnaðarmannaflokkurinn danski hefir lengi haft þetta mál á stefnuskrá sinni, og gert ýmsar tillögur og athuganir mál- inu viðkomandi, Nú síðast hefir fjelagsmálaráðherrann í jafnaðarmannaráðu- neytinu danska, F. J. Borgbjerg, lagt fyrir ríkisþingið á síð- astliðnum vetri frumvarp til laga um rekstursráð. Er frum- varp það að mestu sniðið eftir samskonar lögum í Pýslcalandi. En eins og kunnugl er, náði frumvarp þetta ekki fram að ganga í vetur. Hægri og vinstrimenn snerust ákveðið gjegn frumvarpinu, en frjálslyndi flokkurinn hafði ýmislegt

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.