Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 52

Réttur - 01.02.1925, Page 52
54 Rjeitur Rússa, því það vita þeir, að ameríska afturhaldinu geðjast ekki að. Stendur nú í þófi þessu. Eftirtektarvert var það, hve mjög borgaralegu blöðin fögn- uðu ákvörðun Amsterdam sambandsins. Sýnir það vel, hve meinilla auðvaldinu er við sameiningu verkalýðsins og er ilt að vita, að enn skuli vera í verklýðshreyfingunni menn, sem vinna svo berlega í þágu auðvaldsins. En baráttan mun brátt harðna, einkum þó vegna þess, að sendinefndir þær, sem verkalýður flesíra landa sendir til Rússlands, rífa smám saman til grunna lygamúr þann, sem auðvaldsblöðin hafa bygt um fyrsta verkamannalýðveldið til að einangra það og útiloka. Stjettadómarnir í Englandi. England er það land í álfunni, sem lengst hefir viðurkent matinfrelsi hverskonar, lýðræði, ritfrelsi o. s. frv. — í orði kveðnu. Að vísu hafa þessi mannrjettindi oftast nær verið afnumin, þegar menn hafa sjerstaklega þurft á þeim að halda t. d. í styrjöldum. Engu að síður hefir þó myndast sú skoð- un, að England væri hið útvalda land lýðræðis og frelsis, og því bæri þar vel að gæta þess, að skerða eigi rjett þetinan. En í vetur bar þar við atvik, sem vakið hefir hina mestu eftirtekt. Aðaimenn Kommúnistaflokksins breska voru ákærðir fyrir uppreist og settir í fangelsi. Var ákæran bygð á lögum frá 1797. En er farið var að rannsaka betur, sýndi það sig, að þessir menn voru alls ekki sekir um neina uppreist, eins og það orð venjulega er skilið, heldur hjelt innanríkis- ráðherra íhaldsstjórnarinnar, sem fyrirskipaði handtökuna, því fram, að þeir hefðu skorað á hermenn í blöðurn sínutn að grípa ekki til vopna gegn verkamönnum, og taldi ráðherrann það uppreist. Rótti nú flestum hugsandi mönnum, sem nærri væri höggvið rit- og hugsana-frelsi því, er Englendingar þóttust vilja varðveita setn fjöregg þjóðarinnar. Buðust nú ýmsir mætir menn til að setja fje að veði fyrir hina ákærðu, svo þeir mættu ganga lausir. Meðal þeirra, er í ábyrgð gengu, voru t. d. hinir heimskunnu rithöfundar Bernhard Shaw og H. 0. Wells,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.