Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 73

Réttur - 01.02.1925, Side 73
Réttur 75 lögð beint og afdráttarlaust á auðlindir náttúrunnar, atvinnu- stofna og eignir á hverjum stað fyrir sig, þannig að engin stétt né einstaklingur fái svigrúm til að velta gjöldum af sér á aðra. j>að er ennfremur fyrsta sporið til þess að jafna aðstöðu manna og rétt til gæða lífsins, og knýja alla til þess að vinna sér brauð í sveita síns andlitis. Kolaverkfallið í Bretlandi. Helstu kolahéruðin í Bretlandi eru þr.jú. í Norður-Eng- landi kringum Tyne, þar vinna um háif miljón verkamanna Svo eru námurnar i Mið-Englandi og vinna þar um 200 þús. verkamenn. I Wales eru miklar námur, þar sem vinna um 250 þús. verkamenn. í suður-Skotlandi eru einnig námur, þar vinna næstum 200 þús. verkamenn. Starfræktar námur munu vera •íokkuð á fjórða þúsund. Bretar voru um eitt skeið mesta kola- vinsluþjóð lieimsins. En þjóðverjar og Bandarikjamenn eru keppinautar þeirra á því sviði og kolaframleiðsla hinna síðar- nefndu er nú komin langt fram úr framleiðslu Breta. Arið 1922 framleiddu Bretar 256 milj. smál. en Bandaríkjamenn 417 milj. smáh og þjóðverjar 141 milj. smál. Kolanámið hefir verið mik- ilsverðui þáttur í þjóðlífi Breta, en samkeppnin við aðra hefir aukið hættuna. Einnig hefir raforkunotkun farið vaxandi i Bretlandi á seinni árum, og talið er að aðeins fullur 5. partur af vatnsorku í landinu sé nú tekinn til starfrækslu. Margvís- legur ágreiningur hefir áður risið út af kolanámure.kstrinum i Bretlandi, og oft skollið á skæð verkföll. Við verkfallið 1921 taldist hagfræðingum að landið liefði beðið um 200 milj. punda hnekki. Togstreita, erjur og undirbúningur undir þetta verk- fall, sem nú geysar, hefir staðið tæpt ár. Um mitt síðastliðið sumar lá nærri deilum og verkföllum út

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.