Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 74

Réttur - 01.02.1925, Page 74
76 Réttur af kolanámurekstrimim og kaúpinu. En þá var málinu skotið á -frest til l. -rnaí þ. árs og vandrœðunum afstýrt, í bili, á þann hátt að stjórnin og flokkur hennar ákváðu að rikið skyldi greiða námueigendum tekjuhallann, sem af rekstrinum hlyt- ist. Búist er við, að . ríkisstyrkxir þcssi fari fram úr 20 milj. sterlingspunda á hinum umsamda tíma. — Skipuð var nefnd til þess að rannsaka þetta vandrœðamál og koma fram með til- lögur til úrlausnar. Nefndin hefir skiiað tillögum sinum og hafa þær ekkert greitt úr þeim ágreiningi, sem áður var og er enn miili námueigenda og verkamanna. Nefndin féllst ekki á kröfu verkamannaflokksins um þjóðnýtingu kolanámanna. Jafnframt þjóðnýtingarkröfunni hafa verklýðsfélögin gert tillögur um að íyrirkomulaginu á námarekstrinum yrði breytt frá rótum; á það geta námueigendur ekki fallist, og nú er stormurinn skoll- ínn á. Verkfallið hafið. Nú er eigi aðeins barist um kaup og lengd vinnutíma, heldur um skipulag þcss atvinnureksturs, sem telja má hornstein iðnaðar- og atvinnulífs í Bretlandi. þegar námureksturinn hallast eða teppist, þá stöðvast að mestu leyti aðrar atvinnugreinir. Kolaútflutningur Breta minkar óðum, og er nú miklu minni en fyrir stríðið, enda eru litlar líkur til að hann aukist aftur. Kolamarkaðurinn hcfir takmarkast. Skipin eru farin að nota olíu í stað kola, rafmagnsnotkun eykst og viðskiftasamböndin við Bússa og Mið-Evrópu verða naumast endurreist í þessu efni. A hinn bóginn liamlar það mestu heima fyrir, að rekstursaðferðir í kolanámunum eru mjög úr- eltar og óhaganlegar. Talið er að þjóðnýting út af fyrir sig muni ekki bæta úr því, þess vegna eru fluttar, samhliða þeirri kröfu, tillögur um að treysta ekki á útflutning kola, heldur reisa iðn- aðarfyrirtæki i landinu sjálfu, rekin með kolum, eða til að vinna úr kolunum ýms efni. það er sérstaklega verkamanna- flokkurinn, sem fylgir þessum tillögum fram og vill gerbreyta iðnaðarlífi Bre.tlands frá rótum. — Námueigendumir vilja sem minst leggja í kostnað til umbóta á námurekstrinum, heldur vilja þeir að námurnar geti gefið sem mestan arð með minstum til- kostnaði, þeir heimta lágt kaup og sem lengstan vinnutíma. Baráttan milii voldugustu auðmanna hins gamla heims og elstu verklýðsstéttar álfunnar. er nú háð með fullum krafti. —

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.