Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 78

Réttur - 01.02.1925, Síða 78
80 Ftéttur l<\iddu. En þegai' reynslan var búin að sýná, að höftin og einka- leyfin, eins og þeim var beitt, dugðú ekki til þess, og þegar gallar þess fyrirkomulags voru orðnir óbœrilegir, þá var hugs- að til umbóta þetta fyrirkomulag, að verslunin væri gefin laus við öll sérleyfi og höft, þ. e. væri alfrjáls, frí verslun. Og til að tryggja það að verslunin legði ekki óhæfilega há gjöld á fram- leiðsluna, með því fyrirkomulagi, var álitið að nægði sú tak- mörkun, að framböð og eftirspurn hlyti að standast á, t. d. ef einhver verslun færi að selja við óhæfilega dýru verði, þá risi upp eða væri til staðar önnur verslun, sem hægt væri þá að llýja til, eftirspurnin mundi þverra að sama skapi sem vöru- verðið stigi. þessi framboðssamkepni var svo táknuð eða ein- kend með orðtakinu frjáls samkeppni. Hugtakið, sem felst í orð- inu frjáls samkeppni, er þannig sérstakt hugtak, sem táknar alt annað en fríverslunin sjálf, en þó tengd við fríverslunarhug- myndina. ])að er líkt samhand á milli þessara orða eða þoirra hugtaka, sem í þeim felst, eins og á milli einkaieyfis og versl- unarhaftastefnunnar annarsvegar og orðsins einokun hins- vegar. Reynslan hefir nú sýnt að frjálsa samkepnin nægði ekki til að tryggja það að verslunarkostnaður yrði ekki við óhóf. það hefir enn orðið að leita ráða og mönnum hefir ekki hugkvæmst önnur leið liklegri en samvinnustefnan eða kaupfélagsskapur- inn, þ. e. að almenningur reki verslunina sjálfur á eigin kostn- að og eigin ábygð. H. St. Aths. Við efnisyfirlit á kápu síðasta árgangs af Rétti, stóðu i nokkrum eintökum stafimir St. P. við greinina: „Byltingin í þýskalandi", en það var misprentun, þvi greinin er nafnlaus. Til kaupenda. Útkoma þessa árg. af Rétti hefir dregist lengur en venja er til af sérstökum ástæðum, og eru kaup- endur beðnir að afsaka það. Á þessu ári verður þeim aftur brett það upp með stærri og efnismeiri heftum, sem koma út i haust.. Ritstj.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.