Réttur - 01.02.1928, Qupperneq 3
Rjettur]
4.HANN ÆSIR UPP LÝÐINN«
5
Dæmisagan um glataða soninn er skörp ádeila á
hendur þeim, er töldu sig rjettláta og fyrirlitu þá, er
fallið höfðu. Þeir njóta ekki þess fagnaðar og þeirrar
gleði í samfjelaginu við guð, sem fellur í skaut hinum
afvegaleidda syndara. Syndarinn, sem hefir vilst í leit
sinni að sælu lífsins, hann varðveitir hæfileikann til að
njóta gleðinnar í samfjelaginu við guð. En þeim hæfi-
leika hefir hinn rjettláti glatað í geðvonsku og fúllyndi
og öfund yfir fögnuði hinna bersyndugu. Og þó er
hinum rjettlátu fluttur harðastur dómurinn í sögunni
um dóminn á efsta degi. Þegar dómarinn býður þeim,
er sitja honum til hægri handar, að taka að erfð ríki
hinna útvöldu, þá telur hann verðleika þeirra til ríkis-
ins í því fólgna, að þeir hafa gefið hungruðum að eta,
þyrstum að drekka, hafa klætt klæðlausa, hýst húsvilta,
vitjað sjúkra og þeirra, sem eru í fangelsi. Hann minn-
ist ekki á eitt einasta atriði af öllu þvi, sem hinir rjett-
látu hreyktu sjer af og töldu helgustu skyldu sína að
rækja. Og hinum, sem vísað er í eldsdíkið, er ekki fund-
ið það til foráttu, að þeir hafi vanrækt föstur, svikið
tíundir, brotið helgi hvíldardagsins, — það er ekki
einu sinni minst á það, að þeir hafi stolið eða drýgt hór.
Það er ekki á nokkurn hátt minst á neitt af þessu, sem
hinir rjettlátu töldu, að alt væri undir komið. En það er
minst á dygðir, sem hinir bersyndugu gátu staðið fram-
arlega í, en víst var um, að hinir rjettlátu iðkuðu miklu
síður. Þeir gerðu lítið að því að metta og klæða fátækl-
inga, er á vegi þeirra ui*ðu, og inn í fangeísin til af-
brotamannanna litu þeir ekki. Hitt stóð þeim nær að
biðja guð að forða sjer frá því að verða á vegi þeirra.
Það var þeim ákveðið trúaratriði, að þeir gætu saurg-
ast af nærveru þeirra. í þessari sögu gengur hann í
svona hreina andstöðu við ríkjandi siðgæðishugmyndir,
að hann gefur afbrotamönnunum fyrirheit um að
geta erft guðsríkið, en hinum rjettlátu, sem ekki vissu
á sig neina synd, er talinn vísastur staður hinna for-