Réttur - 01.02.1928, Síða 5
Rjettur]
J.HANN ÆSIR UPP LÝÐINN«
7
anda. Þegar um það er rætt, hversvegna Jesús hafi ver-
ið tekinn af lífi, þá verður því fyrst og fremst að at-
huga það, hvaða tilefni miuni hafa verið til þessarar á-
kæru, — hvernig vaknað gat grunur um það, að Jesús
væri að seilast eftir konungdómi.
II.
Það þarf ekki að lesa guðspjöllin með neitt sjer-
stakri gaumgæfni, til þess að komast að raun um það,
að það er flokkur manna á Gyðingalandi, sem vill gera
Jesú að konungi. Allir kannast við frásögnina um inn-
reiðina í Jerúsalem og hversu honum var fagnað af
lýðnum sem konungi með miklum hátíðleika. Og það er
ekki síður greinilegt af öðrum stað í guðspjöllunum,
en sem færri munu hafa veitt eftirtekt. í öllum fjór-
urn guðspjöllunum er þess getið, að Jesús mettaði
fjölda manns á litlum skamti af brauði og fiski. Bæði
Markúsar- og Mattheusarguðspjöll segja þannig frá,
að greinilegt er, að um einhverja mikla æsingu er að
ræða meðal lýðsins, sem verður aðnjótandi þessa mátt-
arverks. Bæði guðspjöllin flytja að heita má nákvæm-
lega eins hljóðandi setningu, er þau hafa skýrt frá
undraverkinu, og hljóðar hún svo: »Og jafnskjótt
þröngvaði hann lærisveinum sínum til að fara út í bát-
inn og fara yfir um á undan sjer, á meðan hann kæmi
mannfjöldanum frá sjer«. — Það er ekki um það að
villast, að það er eitthvað mikið um að vera. Jesús
þröngvar lærisveinum sínum til að fara út í bátinn.
Hann vill vera einn við það að komá mannf jöldanum
frá sjer. Af þessum guðspjöllum verður ekki sjeð,
hvernig löguð æsingin var, en Jóhannesarguðspjall
gefur skýringuna. Þegar það hefir skýrt frá undra-
verkinu, þá er sagt frá á þessa leið: »Þegar Jesús þá
varð þess var, að þeir ætluðu að koma og taka hann
með valdi og gera hann að konungi, veik hann aftur
afsíðis upp á fjallið einn saman«.