Réttur - 01.02.1928, Síða 37
Rjettur] PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJERG
39
Það var um að gera að láta ekki bera á því, að farið
væri að minka í kjötpottinum.
Börnin voru á sífeldu iði fram og aftur, án þess að
fá neitt, en ilmurinn ljúffengi af sósinni æsti löngun
þeirra í matinn.
Þau mændu vonaraugum eftir hverjum bita, sem
gestirnir létu upp í sig.
■ »Sýnið mér nú, að þið séuð góð börn«, hafði móðirin
sagt við þau þegar hún byrjaði að bera matinn inn til
gestanna,* »þá skuluð þið víst fá að smakka á, á eftir —
ef þeir leyfa þá nokkuð«, l>ætti hún við í hljóði.
Einn litli snáðinn, sem ekki hafði augun af Movns
meðan hann sat að snæðingi, kom; nú fram í eldhúsið
og togaði í pilsin á mömmtu sinni og sagði hágrátandi:
»Eg fæ ekkert mamma. Þeir borða allan matinn«.
Þetta voru engar ýkjur.
Alt það sem til var af kjötmeti á þessu íatæka heirn-
ili var etið upp.
Þegar Lína kom með seinasta kjötbitann og rendi
honum af skutlinum niður á »langa diskinn«, vonaði
hún að þeir færu nú ekki að eta hann líka.
En þetta brást, Movns þreif til hans og bitaði niður;
að síðustu gerðu breiðu jaxlarnir hans bitanum þeirn
full skil.
Til allrar hamingju höfðu hinir nú lagt frá sér mat-
kvíslarnar, og eftir þetta leit nú Movns líka út fyrir að
vera »óneyddur«, eins og Lína komst að orði.
Á eftir matnum fengu gestirnir kaffi með brennivíni
út í — ið svonefnda »Swot«, það var þjóðardrykkur í
þessu bygðarlagi.
Kvöldsett var nú orðið og myrkt, voru því Ijósin
tendruð.
Samræðurnar voru hvergi nærri eins fjöi'ugar nú og
þær höfðu verið.
Movns kvartaði um »helvízkan hiksta«, sem altaf
kveldi sig, ef hann »bragðaði mat«.