Réttur


Réttur - 01.02.1928, Page 72

Réttur - 01.02.1928, Page 72
74 FRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur austri blöstu »Hraunin« við, alda af öldu, hryggur eftir hrygg. ölgandi haf, stirðnað og orðið að steini. En í suðri reis Hofsjökull hátt yfir flata sandana. Austur, vestur og alt um kring var ekkert nema auðnin. Bláir sandar, hvítir jöklar. Og yfir auðninni hvíldi hátíð- leg þögn og kyrð. — Þá kom tíbráin. Hún kviknaði langt norður í »Hraununum«, færðist nær og nær og að Iitlum tíma liðnum lék hún á hverri hæð. Austur, vestur og alt um kring var ekkert nema iðandi öldur og hoppandi hæðir, gæddar lífi, tröllslegu, dular- fullu. En í suðri reis Hofsjökull, svipheiður, sólu skininn. Frá Bláfelli héldum við austur að Eyfirðingahólum. Leiðin lá um forna jiikulmela, vindgnúða og jafnaða af jarðrensli. Klakahlaup var víða í melum þessum, og varð okkur því seinfarið. Sunnan við okkur lágu flatir sandar, sem hallaði hægt niður að Jökulhólum. Á söndum þessum norðanverðum eru nokkrir klettadrangar, einstakir. Hefi ég ekki annars staðar séð slíka dranga á landi, sem jökull hefir farið yfir. Ekki vanst mér tínii til að athuga þá nán- ar, en mér er næst að ætla, að þeir séu hraunflekar, sem jökullinn hafi borið fram og reist á rönd, þar sem nú standa þeir. Á vinstri hönd okkur voru »Hraunin«. Voru þau tor- kennileg fyrir tíbrá og hillingum. Víða milli hraungarð- anna sýndust vera vötn, en sumstaðar fénaður á beit eða menn á ferð. Hestarnir spertu eyrun og horfðu til norðurs. Virtust þeir hyggja gott til vatnsins og haganna. En kyn- lega blikuðu vötnin þau, og undarlegur tryllingur var í tíbránni. Skamt fyrir vestan Eyfiröingahóla bar okkur aö hrauni einu. Það var fremur ungt, en ísgnúið þó. Hraun þetta er ekki sýnt á uppdráttum, og engir hafa um það getiö fyr. Það er allstórt og liggur suður með Eyfirðingahólum að vestan alt upp að Jökulhólum, en sunnan til er það að mestu hulið sandi og jökulmel, Því miður gátum við lítið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.