Réttur - 01.02.1928, Side 83
11 jettur]
FRÁ ÓBYGÐUM
85
stöðvum, sem enn eru ókunnar, og streymdu út til allra
hliða. Þannig gekk lengi, uns sköpuð var hin mikla grá-
steinshella. En þá tók landið að síga. Kjölur varð til og
lægðin, sem liggur norður þaðan. Ef til vill var suðurhluti
heiðarinnar jafnhár stalla Hofsjökuls alt til þess tíma, en
brast þá frá og seig niður. Eftir það tók hin síðari ísöld að
færast yfir. Miklir hjarnjöklar huldu grágrýtið, og frá þeim
sigu þungir ísstraumar út til sjávar. Þessirskriðjöklar dýpk-
uðu dældirnar og gleikkuðu gilin. Þannig sköpuðust hinir
meiri dalir, svo sem Svartárdalirnir báðir og Blöndud. En
þessi fimbulvetur átti sér endi, eins og hinn fyrri. Lofts-
lagið hlýnaði og jökullinn þokaðist til baka. Hægt og hægt
lét hann undan síga, uns alt land var örísa, annað en há-
slettur þær, sem enn eru hjarni huldar. Þá urðu nýjar bylt-
ingar. Hraunið hjá Eyfirðingahólum rann og Fossbrekka
skapaðist. Eftir það óx jökullinn að nýju, uns hann náði
norður að Bláfelli. Ef til vill hefir hann þá einnig náð fram
að öldurn þeim, sem liggja norður og austur frá Hvera-
völlum. Þessi jökull átti sér einnig aldurtila. Loftslagið
hlýnaöi aftur og hann varð að hopa, eins og ísaldarjökull-
inn. Fyrst hvarf hann upp að Jökulhólum, lá þar langa
hríð og hlóð fyrir sér hið trausta vígi, Jökulhólana. Svo lét
hann aftur undan hefjast, stuttan spöl. — Lengra er sög-
unni ckki komið.
Að síöustu skal farið nokkrum orðum »Hraunin«. Hver
sá, sern nokkra þekkingu hefir í jarðfræði, mun undrast
stóriega, er hann sér þau. Grágrýtisþökin eru rist sundur
frá norðri til suðurs. Djúpar dældir liggja þar hver við
annarrar hlið og flestar brattari þeirn megin, sem veit und-
an sól. Milli dældanna eru langar öldur, hraungarðarnir.
Hvernig liafa þessardældir skapast? Hvaða ógnar orka hef-
ir rist sundur grágrýtið? Vatnssvörfun er það ekki, því að
dældirnar eru flatar í botn, og hví skyldi vatnið sverfa
meira forsælis. Jökulsvörfun er það ekki heldur, því að
brekkurnar eru snarbrattar og hvassar á brúnir, og í lægð-
ununi eru hvorki jökulgnúðar klappir né jökulmelar, heldur