Réttur


Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 14

Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 14
158 RÉTTUR stuðning alls hins kapítalistíska heims. Frökkum tekst ekki að sigra í Viet-Nam og Bretum ekki á Malakkaskaga, þrátt fyrir hinn ójafna leik. Hvað er það, sem gerir gæfumuninn? Það er mann- valið. Það er aflið sem úrslitum ræður í styrjöldum enn í dag, og í dag kannske frekar en nokkru sinni. Annars vegar eru vélbrúður gráar fyrir járnum. Hins vegar menn, sem berjast fyrir lífi sínu og sinna og mikilli hugsjón. Með hverjum deginum sannast betur orð Karls Marx: „Fræðikenningin verður að efnislegu valdi, þegar hún nær tökum á fjöldanum." Við skulum hugsa okkur að það tækist að fella frá kosningu meirihluta þeirra 42 þingmanna, sem hafa svikið landið okkar í hendur hinu bandaríska herveldi og í stað þeirra væru kosnir eindregnir andstæðingar hernámsins. Slíkt þing mundi segja upp Atlanzhafssamningnum og herverndarsamningnum, krefjast þess að Bandaríkin hefðu sig á brott með herlið sitt tafarlaust og leggja fram kæru á hendur þeim í öryggisráðinu, ef annað dygði ekki. Við skulum hugsa okkur að jafnframt væri Þjóðviljinn, eina dag- blaðið, sem túlkar málstað íslendinga, orðinn útbreiddasta blað landsins. Þá hefðu Bandaríkin beðið einhvern mesta ósigur í sögu sinni fyrir vopnlausri þjóð, og íslendingar unnið glæsilegan sigur, sem mundi tendra eld í brjóstum hundraða milljóna um allan heim. Eins og stendur er hernám íslands leikur á taflborði kalda stríðsins. Skynsamlegasti leikurinn, sem Bandaríkin gætu leikið eftir slíkan ósigur væri að draga her sinn til baka. Og ef þau gerðu það ekki, þá væri það aðeins spurning um tíma, hvenær þau yrðu að hrekjast héðan. Því hvort sem verður stríð eða friður, hljóta Bandaríkin að bíða ósigur fyrir öflum frelsisins. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.“ Og þeim mun ekki verða það þolað að ísland sé eins og skammbyssa miðuð á Evrópu. Hver einasti íslendingur þarf að skilja það, að það er undir okkur sjálfum komið, hvort við fáir og smáir og vopnlausir vinn- um sigur í baráttunni við hið volduga Bandaríkjaauðvald grátt fyrir járnum. Hver einasti íslendingur, sem hugsar eins og íslend- ingur, verður að skilja það, að þegar hann greiðir atkvæði sitt, sannfærir félaga sinn um það hvernig honum beri að greiða at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.