Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 25

Réttur - 01.07.1951, Page 25
RÉTTUR 169 Sambandsstjóm reynir að stofna til einangraðra verkfalla. Ekki tók betra við um efndir í Hafnarfirði. Þegar Hlíf gekk eftir því að bærinn stæði við yfirlýsingu sína um samninga komst Alþýðuflokkurinn ekki hjá því að samþykkja það í bæjarstjórn. En að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu fór Helgi Hannesson, for- seti Alþýðusambandsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, á fund stjórnar Verkamannafélagsins Hlífar með tilmæli um að þurfa ekki að semja fyrr en félagið væri komið í verkfall. Meirihluti Hlífarstjórnar féllst á bón H. H. gegn mótmælum minnihlutans í stjórninni. Á félagsfundi í Hlíf fór á annan veg. Þar voru tilmæli H. H. og félaga hans felld af miklum meirihluta fundarmanna. Hlíf sam- þykkti að fresta verkfalli, sem boðað hafði verið í byrjun maí, og ákvað að hafa full samráð við Reykjavíkurfélögin um tilhögun baráttunnar. í samræmi við ákvörðun fundarins óskaði stjórn Hlíf- ar nú eftir að Hafnarfjarðarbær og fyrirtæki hans skrifuðu undir samninga. Forseti Alþýðusambandsins neitaði nú algjörlega að standa við gefin loforð og samþykkt bæjarstjórnar. Þannig reynd- ist það þegar á hólminn kom skilyrði fyrir samningum af hálfu þess bæjarfélags sem forseti Alþýðusambandsins veitir forstöðu, að verkamenn legðu út í einangrað verkfall, sem mjög tvísýnt var um úrslit í eins og á stóð. Ekki stóðust fullyrðingar sambandsstjórnar betur að því er snerti Akranes. Atvinnurekendur þar kærðu uppsögniríá til Fé- lagsdóms og fengu hana dæmda ólögmæta. Er það einn af alkunn- um stéttardómum þessarar stofnunar, sem í flestum tilfellum reynist vikaliðugt verkfæri ríkisstjórnar og atvinnurekenda. — Reynslan hafði enn staðfest að fullyrðingar sambandsstjórnar voru byggðar á blekkingum en áttu enga stoð í veruleikanum. Þótt erindrekar ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda innan Alþýðusambandsins stæðu nú afhjúpaðir sem loddarar, og reynsl- an hefði leitt óheilindi þeirra fulllcomlega í dagsljósið, leyfðu þeir sér eigi að síður að bera þá kröfu fram við verkalýðsfélögin, sem sagt höfðu upp samningum 1. apríl, að þau legðu einangruð

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.