Réttur - 01.07.1951, Page 39
RÉTTUR
183
Andartaki seinna stóð Kí Sek Pók fyrir framan Amerík-
anann.
— Sýndu mér hvernig þú hélzt á fánamun.
Án þess að mæla orð hljóp Kí Sek Pók heim í kofann og
kom aftur með tvo rauða fána, sinn í hvorri hendi, áður
en foringinn fengi tíma til að átta sig.
— Svona gerði ég, sagði drengurinn með skjálfandi röddu
og veifaði fánunum. Svo hrópaði hann af öllum mætti sín-
um:
— Mansú múgan, Kím Í1 Sung.
Hrollur fór um fólkið sem stóð þarna í hnapp, svo sem
það yrði að steingerfingum, en einhvers staðar úr hópnum
heyrðust lágar stunur gamallar konu.
Liðsforinginn geiflaði munninn illilega.
— Þetta skulu vera seinustu fánarnir sem þú veifar
nokkru sinni, sagði hann grimmdarlega, sneri sér að her-
mönnunum og skipaði:
— Skerið af honum hendurnar!
★
Þetta átti sér stað f jórða október 1950 í Chunchon.
Sólin skein og það þaut í skóginum, áin niðaði rólega.
En við hliðina á rykugum veginum hékk meðvitundarlaus
níu ára drengur í böndunum sem hann var reyrður með við
tréð, blóðið rann úr handleggjastúfunum. Við fætur hans
lágu tveir litlir rauðir fánar á bambusprikum ....
(Þýtt).