Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 39

Réttur - 01.07.1951, Side 39
RÉTTUR 183 Andartaki seinna stóð Kí Sek Pók fyrir framan Amerík- anann. — Sýndu mér hvernig þú hélzt á fánamun. Án þess að mæla orð hljóp Kí Sek Pók heim í kofann og kom aftur með tvo rauða fána, sinn í hvorri hendi, áður en foringinn fengi tíma til að átta sig. — Svona gerði ég, sagði drengurinn með skjálfandi röddu og veifaði fánunum. Svo hrópaði hann af öllum mætti sín- um: — Mansú múgan, Kím Í1 Sung. Hrollur fór um fólkið sem stóð þarna í hnapp, svo sem það yrði að steingerfingum, en einhvers staðar úr hópnum heyrðust lágar stunur gamallar konu. Liðsforinginn geiflaði munninn illilega. — Þetta skulu vera seinustu fánarnir sem þú veifar nokkru sinni, sagði hann grimmdarlega, sneri sér að her- mönnunum og skipaði: — Skerið af honum hendurnar! ★ Þetta átti sér stað f jórða október 1950 í Chunchon. Sólin skein og það þaut í skóginum, áin niðaði rólega. En við hliðina á rykugum veginum hékk meðvitundarlaus níu ára drengur í böndunum sem hann var reyrður með við tréð, blóðið rann úr handleggjastúfunum. Við fætur hans lágu tveir litlir rauðir fánar á bambusprikum .... (Þýtt).

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.