Réttur - 01.07.1951, Page 45
RÉTTUR
189
til Krupps, en fékk einnig einokunaraSstöðu á amerískum mark-
aði. Afleiðingin varð sú, að á árunum 1927—’35 hækkaði verðið
á þessari framleiðslu úr 50 dollurum á pund, upp í 435 dollara
á pund. Ágætt dæmi um viðskiptahættina í heimi hinnar frjálsu
samkeppni. En þarna hófst fyrir alvöru dollarastraumurinn frá
Morgansamsteypunni bandarísku í sjóð hins þýzka morðtólafyr-
irtækis.
En Morgansamsteypan hafði fleiri járn í eldinum í Þýzkalandi.
Sú deildin, sem áður er nefnd, „General Elektric", og fyrst og
fremst hafði raftækjaframleiðslu, lagði fljótlega stórfé í sitt þýzka
systurfyrirtæki A.E.G. og Osram, yfirtók 30% hlutabréfanna í því
og fékk formann sinn settan, sem stjórnarmeðlim í hinu þýzka
félagi. Áður höfðu þau skipt mörkuðum bróðurlega milli sín.
Önnur deild Morgansamsteypunnar, „International Telephon
og Telegraph“ — þ. e. framleiðsla ritsíma og talsímatækja — tók
m. a. yfirstjórn í hinu þýzka radíófirma „A. G. Lorenz“. Vitanlega
streymdu dollararnir frá Morgan um leið.
Þriðja grein Morgans „General Motors", sem önnur risasam-
steypa Bandaríkjanna „Du Pont“ átti einnig hlut í ákvað að brjót-
ast einnig inn í hina þýzku framleiðslu. Með því að leggja á
borð með sér 30 millj. dollara tókst General Motors að nó í sínar
hendur meirihluta hlutabréfanna í stærsta bilafirma Þýzkalands
„Adam Opel“ í Rússelsheim. Henry Ford kom á eftir og stofnaði
með 20 millj. doll. útibú frá sér í Köln „Fords Werke Köln“.
í því átti hann sjálfur 52% hlutabréfanna. En mestur hluti hins
þýzka hlutafjár var eign „I. G. Farben", sem fyrr er nefnt. General
Motors varð þó ofan á í þessari samkeppni. Árið 1933 réði það yfir
42% af allri bílaframleiðslu Þýzkalands. Það er því ekki ofmælt
að amerískir auðhringir lögðu grundvöllinn að vélahernaði Hitl-
ers í Evrópu.
í sprengiefnaiðnaðinum var sama sagan að gerast. Hörð sam-
keppni hafði átt sér stað milli þýzkra fyrirtækja D. A. G. og
dótturfélag þess Rheinische Westphalische Sprengstoff annars veg-
ar og brezku Nobelsamsteypurnar og bandarísku Du Pont sam-
steypunnar hins vegar. En 15. des. 1925 gerðu þessir aðilar sam-