Réttur - 01.07.1951, Page 46
190
RÉTTUR
komulag um að skiptast á framleiðsluleyndarmálum og skipta
mörkuðum heimsins á milli sín.
Hið þýzka félag fékk í sinn hluta markaðina í þessum löndum:
Hollandi, Ind.nesíu, Austurríki, Póllandi, Eystrasaltsríkjunum,
Finnlandi, Búlgaríu, Júgóslavíu, Danmörku, íslandi og sænska
Lapplandi.
En það gerðist einnig annar hlutur um leið. Engilsaxnesku
hringarnir keyptu 40% hlutabréfanna í hinu þýzka félagi D.A.G.
og hófst þannig nýr dollarastraumur inn í sprengiefnaiðnaðinn
þýzka.
Við getum hugsað okkur hvaða þýðingu það hafði fyrir hernað
þýzku nazistanna síðar. Og svo þegar sjálfur risinn fæddist, þ. e.
þegar þýzki risahringurinn I. G. Farben, var stofnaður, þá gekk
sprengiefnahringurinn inn í hann sem hluti þessarar tröllauknu
samsteypu, er allt frá byrjun stefndi að stríðsframleiðslu í gífur-
legum mæli.
Þegar samningum um þetta var lokið komst fulltrúi hinna
brezku fyrirtækja svo að orði í skýrslu til stjórnar sinnar:
„í þessum samningum hafa Þjóðverjar hagað sér mjög skyn-
samlega. Okkur hefur tekizt að ná samkomulagi sem tryggir okkur
að þeir falla frá allri samkeppni á hinum brezku mörkuðum um
5 ára skeið. Og ég er sannfærður um að við getum framlengt
þetta tímabil í 10 ár ef við sameinumst þeim fjárhagslega . . .“
„Ég er enn fremur sannfærður um, að þetta mun styrkja aðstöðu
okkar verulega á hinum ýmsu útflutningsmörkuðum og veita
okkur tækifæri til að græða miklu meira fé en í samkeppninni."
En þess var ekki getið, að þetta samkomulag var einn af fleinum
þeim, er sífellt var verið að reka í gegnum þau ákvæði Versala-
samninganna, er einmitt áttu að vernda friðinn. Almenningur í
Bretlandi hefði átt að vita betur hverjum hann mátti þakka
sprengjuregn stríðsáranna.
Margir menn vilja halda því fram að hér hafi aðeins fámennar
klíkur verið að verki og fjarstæða sé að ímynda sér að sjálf
lýðræðisríki hins vestræna heims hafi látið sér til hugar koma