Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 51

Réttur - 01.07.1951, Page 51
RÉTTUR 195 arverka innan Sovétríkjanna sjálfra og undirbúa þannig jarð- veginn þar innanlands fyrir utanaðkomandi árás, og hitt að vinna að því að þeirri árás yrði hrundið af stað. Haustið 1928 var haldið í París þýðingarmikið mót innan þessa félagsskapar. í ræðu, sem einn af aðalmönnum hans, Dennissov hélt þar, gaf hann eftirfar- andi yfirlýsingu. „Eins og yður er kunnugt höfum við átt í samningum við hr. Poincare og sömuleiðis hr. Briand. (Tveir áhrifamestu menn franskra stjórnmála á þeim tíma). Hr. Poincare hefur um alllangt skeið látið í ljós áhuga fyrir hugmyndinni um skipulagða vopnaða innrás í Sovétlýðveldin og eins og yður er kunnugt enn fremur, þá tilkynnti hann oss á síðasta fundi að málið hefði þegar verið afhent hinu franska herforingjarááði til frekari framkvæmda. Nú hefur mér verið falið að gefa yður nýjar og mjög þýðingar- miklar upplýsingar. Ég flyt yður þau tíðindi, að franska herfor- ingjaráðið hefur skipað sérstaka nefnd undir forustu Joinvilles ofursta til að skipuleggja innrásina í Sovét-Rússland'. Hér var ekki verið að leyna því, sem gera skyldi. Hliðstæður undirbúningur fór fram í öðrum kapítalistiskum stórveldum. En þessar áætlanir fóru einnig út um þúfur vegna þess að 1929 skall kreppan mikla yfir allan hinn kapítalistiska heim og hafði nærri riðið honum að fullu. En upp úr kreppunni reis nazisminn í Þýzkalandi og málin færðust inn á nýja braut. ★ Sú braut, sem Vestur-Evrópa gekk í utanríkismálum fjórða þessarar aldar hefur verið nefnd Miinchenpólitíkin, því hún náði hámarki með hinum frægu samningum í Munchen haustið 1938, þegar Tékkó-Slóvakíu var fórnað, og leiddi ómótmælanlega til síðari heimstyrjaldárinnar ári síðar. Rúmið leyfir ekki að rekja þá sögu til hlítar, enda mun hún í fersku minni allra þeirra, er þá voru nokkuð farnir að fylgjast með fréttum utan úr heimi. Einkenni þessarar stefnu voru sífelld eftirgjöf og uppgjöf fyrir hernaðaráformum nazistanna, uppbyggingu hernaðarvélar- innar þýzku, hlutleysi gagnvart valdatöku fasismans á Spáni og I

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.