Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 52

Réttur - 01.07.1951, Page 52
196 RÉTTUR náttúrulega áframhaldandi og auknum stuðningi peningavalds- ins bæði í VesturEvrópu og Ameríku við þessi öfl öll. En það er athyglisvert að þegar borgaralegir rithöfundar skrifa um þetta tímabil þá reyna þeir eftir mætti að draga blæju friðar og mannkærleika yfir þessa stefnu hinna borgaralegu lýðræðis- ' ríkja. Sannleikurinn er sá, að þetta er ein af meiri háttar fölsun- um sögunnar og eru þær þó margar. I sinni frægu bók Mein Kampf, sem var nokkurs konar pólítisk biblía Nasistaflokksins segir Hitler m. a. þetta. „Við Nationalsósíalistar erum ákveðnir í að slá striki yfir hina pólítisku utanríkisstefnu fyrri tíma. Við byrjum aftur, þar sem endað var fyrir 600 árum síðan. Við stöðvum hina sífelldu herferð Germana til suðurs og vesturs og snúum augum vorum til austurs. Við gerum skjótan endi á fyrri tíma nýlendu og verzl- unarpólitík og snúum okkur að landvinningapólitík framtíð- arinnar. Þegar við í dag tölum um landvinninga í Evrópu, þá hugs- um við fyrst og fremst til Rússlands og nágrannaríkja þess“. Þetta var skrifað áður en nasistar náðu völdum En fulltrúar og eigendur einokunarfjármagnsins og auðhringanna voru ekki lengi að finna bragðið og sjá að þarna var maður, sem hægt var að nota í herferðinni gegn kommúnismanum. Það leið heldur ekki á löngu þar til peningarnir tóku að streyma í sjóð nasistaflokks- ins þýzka. Hinn 27. jan. 1931 hélt Hitler fræga ræðu í Iðnaðarklúbbnum í Diisseldorf og talaði fyrir iðnaðarkóngum og peningafurstum Ruhr-héraðsins. Þeir fögnuðu ákaft er Hitler sagði þessa frægu setningu. „Kommunisminn er efnahagslega hliðin á hinu pólitíska lýðræði“. Ástandið í Þýzkalandi var orðið þannig, að hið póli- tíska lýðræði og sérhagsmunir auðkónganna gátu ekki þrifizt bæði. Þess vegna kom auðkóngunum vel að fá ástæðu til þess að afnema lýðræðið. Kommúnisminn var í þeirra augum tilvalin ástæða ef hægt var að bendla lýðræðið við hann. Þess vegna sáu þeir að Hitler var einmitt maðurinn sem þeir þurftu á að halda. Fritz Thyssen aðalleiðtogi stálhringsins þýzka sagði að ræðan

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.