Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 59

Réttur - 01.07.1951, Side 59
RÉTTUR 203 ná þessum viðskiptum en aðeins vegna þeirrar aðstoðar, sem Standard Oil veitti.“ í raun og veru hefði nafni Standard Oil átt að vera letrað risa- letri á benzíngeyma þeirra skriðdreka, sem vorið 1940 óðu inn yfir Frakkland, Holland, Belgiu o. v. og sömuleiðis þeirra flug- véla, sem m. a. lögðu hverfi Lundúnaborgar í rústir. Það er sannmæli, sem danski rithöfundurinn Kai Moltke segir um þetta: „að Hitler hafði tekizt að spenna brezk-amerísku olíu- hringana fyrir hernaðarvél sína“. Hvaða saga skyldi svo hafa gerst eftir að styrjöldin var hafin? Það mun ekki ofsagt að þá hafi skeð hið óþverralegasta af öllu óþverralegu sem gerzt getur í auðvaldsheiminum og er þá mikið sagt. En nokkur dæmi nægja: Síðari hluta sumars hið örlagaríka ár 1939 var einn aðalforstjóri Standard Oil á ferðalagi í þeim löndum Evrópu, er helzt áttu von á að verða styrjaldarvettvangur. Það var Frank A. Howard, sem fyrr er nefndur. Hinn 12. okt. það ár eða hálfum öðrum mán- uði eftir að styrjöldin hófst skrifaði hann frá London skýrslu um förinni, sem hann sendi vestur um haf, til annars af aðalforstjórum hringsins og segir þar svo eftir nokkurskonar inngang um dvölina í París og London: „Ég hef átt margar ráðstefnur með fulltrúum flugmálaráðu- neytisins og gerði allt sem mér var mögulegt til að hjálpa þeim við að samræma framkvæmdaáætlun sína hinni frönsku áætlun um byrgðasöfnun flugflotans. En í sambandi við hin nánu afskipti mín af þessum byrgðamál- um bæði í Englandi og Frakklandi var ég ekki óhræddur við þau áhrif, er það kynni að hafa þar, ef það vitnaðist að ég var nýkominn frá Hollandi, þar sem ég hafði gert samskonar samninga við Þjóðverja, sem höfðu áhuga fyrir samskonar viðskiptum. Bæði af þessum ástæðum og enn frcmur því, að ég þurfti nauð- synlega að ferðast til Hollands aftur, þá heimsótti ég sendilierra okkar í London og skýrði málið fyrir honum. Honum þóttu kring- umstæðurnar mjög varhugaverðar og lét í ljósi efa um að hægt væri að leyfa mér að halda áfram með áætlanir mínar. Á tímabili

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.