Réttur - 01.07.1951, Síða 70
214
RÉTTUB
þá var flotamálaráðherra, sagði tveim dögum síðar í Neðri mál-
stofunni: ,
„Að því er ég og ráðgjafar mínir fáum bezt séð, hefur Hitler
gerzt sekur um alvarlega herstjórnarlega villu .... Atburðirnir á
Norðurlöndum hafa verið okkur greinilega í vil .... Hann hefur
á ýmsum stöðum á vesturströnd Noregs náð fótfestu, er hann
neyðist til að verja allt sumarið gegn stórveldum, sem hafa ótví-
ræða yfirburði á sjó, og eiga hægar með að senda flota sinn á
vettvang en hann. Ég kem ekki auga á nokkurn ávinning, sem
honum kann að hafa hlotnazt í staðinn .... Mér virðist sem
okkur hafi orðið mikill hagur af .... þeirri herstjórnarlegu villu,
sem erkióvinur vor hefur látið etja sér út í að gera.“
Svo mörg voru þau djarflegu orð, en við þau ein sat. Brezku
mótleikirnir voru þungir í vöfum, hikandi og fálmandi. Þegar reið
á að hefjast handa, reyndist flotastjórnin úr hófi varfærin. Þrátt
fyrir lítilsvirðingu þá, sem hún sýndi flughernum á árunum fyrir
styrjöldina, skirrðist hún við að hætta herskipum sínum, þangað
sem þátttaka flughersins kynni að ráða úrslitum. Enn minni dugur
var þó sýndur við flutninga landhersins. Þótt herliði væri víða
skipað á land í þeim tilgangi að ráða niðurlögum þýzka innrásar-
hersins, stigu þær allar aftur á skipsfjöl innan hálfs mánaðar, að
þeim undanteknum, sem náð höfðu fótfestu við Narvík, — en
einnig þær voru fluttar á brott mánuði síðar, þegar sókn Þjóð-
verja á vesturvígstöðvunum hófst.
Skýjaborgir Churchills féllu til grunna. Þær voru reistar á röngu
mati á herstöðunni og breyttum vígskilyrðum í hernaði nú á
tímum, — einkum áhrifum flughers og flota. Óvéfengjanlegar
staðreyndir lágu aftur á móti að baki lokaorða hans. Eftir að
hafa brugðið upp mynd af Noregi sem gildru fyrir Hitler, ræddi
hann um innrás Þjóðverja sem „villu, er erkióvinuri vor hefur
látið etja sér út í að gera.“
Furðanlegast af öllu því, sem að stríðinu loknu hefur verið
komizt að raun um varðandi þessa herför, er sú staðreynd, að
Hitler, þótt einskis svifist, kaus helzt, að Noregur varðveitti hlut-
leysi sitt, og lagði ekki á ráð um innrás í Noreg, fyrr en honum