Réttur - 01.07.1951, Page 71
RÉTTUR
215
var att út í hana, er auðráðin vegsummerki báru því vitni, að
bandamenn bjuggu sig undir hernaðaraðgerðir á þeim slóðum.
Það er með afbrigðum fróðlegt að draga það fram í dagsljósið,
er gerðist að tjaldabaki í herbúðum beggja stríðsaðilanna. Jafn-
framt er sorglegt og ægilegt að sjá, hve ofsafengin gagnáhrif
leiðtogar þjóðanna geta haft hverir á aðra og hvílík átök geta
af þeim hlotizt, er gera hörmungar og örbirgð að hlutskipti fjölda
hæglátra og dagfarsgóðra manna, sem í reynd hefði verið unnt
að forðast.
Fyrsta slcrefið í þessum málum var stigið 19. september 1939,
þegar Churchill, eins og sést af endurminningum hans, reyndi að
telja ráðuneytið á að leggja flekki tundurdufla „í norska land-
helgi" til þess að „loka flutningaleið sænska málmgrýtisins frá
Narvík til Þýzkalands". Hann hélt því fram, að slíkar aðgerðir
fengju „geysi mikið gildi, með því að þær lömuðu hergagnaiðnað
óvinanna.“ í skýrslu hans síðar til yfirforingja flotans segir:
„Ráðuneytið, utanríkisráðherrann meðtalinn, virðist hafa mikinn
hug á fyrirætlan þessari.“
Þessar undirtektir koma óneitanlega óvart og benda til þess,
að ráðuneytið hafi getað fallizt á markmið án þess að íhuga leið-
irnar og afleiðingar þeirra. Áþekkar fyrirætlanir voru ræddar
1918, en í sögu flotans, skráðri á hans vegum, stendur að yfir-
foringi hans, Beatty lávarður, hafi þá sagt, „að það yrði liðs-
foringjum og áhöfn brezka flotans mjög á móti skapi að sigla
með ofurefli liðs inn á slóðir, sem heyra undir litla en hrausta
þjóð, með það fyrir augum að beita hana ofbeldi. Ef Norðmenn
veittu viðnám, eins og sennilegast væri, hlyti að koma til blóðs-
úthellinga“. Það væru, að sögn flotaforingjans, smánarlegar að-
farir, er stæðu ekki að baki aðförum Þjóðverja annars staðar.
Greinilegt er, að sjómennirnir voru vandari að ráðum en leið-
togar þjóðarinnar og brezka stjórnin sást síður fyrir í upphafi
styrjaldarinnar 1939 en í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Þegar á reyndi löttu embættismenn utanríkisráðuneytisins þess-
arra ráðagerða og auðnaðist að ljúka upp augum stjórnarinnar
fyrir réttmæti mótbáranna gegn fyrirhugaðri skerðingu hlut-