Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 79

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 79
RÉTTUR 223 líkunum á að ná takmarki sínu með því að koma að óvörum, ef hann drægi innrásina á langinn. í morgunsárinu 9. apríl kom brjóstfylking þýzka innrásarhers- ins, að mestu leyti um borð í herskipum, til mikilvægustu hafna Noregs, allt frá Osló norður til Narvíkur, og náði þeim á sitt vald án teljandi fyrirstöðu. Fyrirliðar hersins tilkynntu norsku bæjar- stjórnunum, að þeir væru þar komnir til að taka Noreg undir verndarvæng sinn vegna væntanlegrar innrásar bandamanna — fullyrðing, sem talsmenn bandamana neituðu afdráttarlaust og héldu áfram að neita. Hankey lávarður, sem um þetta leyti átti sæti í stríðsráðuneyt- inu, hefur látið svo um mælt: „Allt frá því, að fyrstu drögin voru gerð að áætlun þessari, og þar til Þjóðverjar réðust inn í Noreg, varð löngum ekki á milli séð, hvorum gengi betur í undirbúningi sínum Bretlandi eða Þýzkalandi. Bretland hóf að vísu undirbún- ing herferðar sinnar litlu fyrr .... Lokið var við báðar áætlan- irnar nær jafnsnemma, þó að Bretland leggði sólarhring fyrr upp í árás sína, ef svo má að orði kveða um nokkurn aðilanna." Þýzka- land varð samt sem áður snarpara í tilhlaupi sínu og vann með „sjónarmun", — en í því hlaupi má segja, að minnstu munaði, að skera yrði úr um úrslitin eftir ljósmynd. Eitt hið furðulegasta við réttarhöldin í Niirnberg var, að gerð og framkvæmd áætlunarinnar að árásinni á Noreg birtist á dag- skrá, sem einn fyrsti liður ákærunnar á hendur Þjóðverjum. Tor- skilið er, að enska og franska stjórnin skyldu áræða að taka þetta með sem lið í ákærunni og ákærendur þeirra heimta ákærða dæmda vegna þessara atburða. Þetta er eitt hróplegasta dæmi skinhelgi, er nokkru sinni hefur verið skjalfest. Hvað sjálfa herförina snertir, er það undrunarefni að komast að raun um, hve lítill herafli það var, er í upphafi leifturárásar- innar tók herskildi höfuðborg Noregs og helztu hafnir. Hann taldi 7 beitiskip, 14 tundurspilla, allmörg hjálparskip og 10 þúsund hermenn, framvarðarsveitir herfylkjanna þriggja, sem alls mynd- uðu innrásarherinn. Hvergi var í fyrstu atrennu sett meira lið á land en 2 þúsundir manna. Flugvellirnir í Osló og Stavanger voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.