Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 83

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 83
RÉTTUR 227 Litlu síðar var þó samþykkt að fresta árásinni á Niðarós, unz þýzku beitiskipin hefðu fundizt og ráðið hafði verið niðurlögum þeirra. Meðan þessu fór fram, voru fjögur beitiskip og sjö tund- urspillar á leið til Bergen, en þegar flugmenn tilkynntu, að í Bergen væru tvö þýzk beitiskip í stað eins, eins og í fyrstu var haldið, náði varfærnin yfirhöndinni í flotamálaráðuneytinu og árásinni var aflýst. Þegar Þjóðverjar höfðu búið um sig í Noregi, var það vænlegast til að hrekja þá á brott að hindra aðflutninga vista þeirra og liðsauka. Það hefði aðeins verið hægt með því að loka siglinga- leiðinni um Skagerak milli Danmerkur og Noregs. Samt sem áður kom brátt í ljós, að flotamálaráðuneytið hugðist ekki hætta nema kafbátum á þær slóðir af ótta við loftárásir Þjóðverja. Sú var- færni bar vitni skilningi á áhrif flughers á flota, sem flotamála- ráðuneytið hafði aldrei sýnt árin fyrir stríðið. Ekki verður þetta sagt til lofs um dómgreind Churchills, þegar hann leitaðist við að færa út vettvang stríðsins til Norðurlanda. Þar sem ekki var unnt að loka að gagni aðflutningsleiðum Þjóðverja, gat ekkert komið í veg fyrir, að þeir gætu byggt upp her í Suður-Noregi og næðu undirtökunum að lokum. Ennþá horfði svo sem bjarga mætti Mið-Noregi, ef tækist að halda varnarlínunum tveim milli fjallanna sem liggja norður frá Oslófirði og fámennir herflokkar Þjóðverja í Niðarósi yrðu fljótlega bornir ofurliði. Þetta var markmið Breta. Viku eftir árás Þjóðverja settu Englendingar lið á land bæði norðan og sunnan við Þrándheimsfjörð, í Namsósi og Anddalsnesi, sem und- anfara úrslita áhlaupsins á sjálfan Niðarós. í kjölfar þessara atburða kom einkennileg keðja óhappa. Hot- black hershöfðingi, dugandi, hermaður með samtíðar hugmyndir um hernað, var settur yfir landher þennan, en þegar hann hafði tekið við fyrirskipunum sínum, fór hann um miðnæturleytið frá flotamálaráðuneytinu til klúbbs síns. Hann fannst nokkrum stundum síðar á tröppum húss eins meðvitundarlaus, og hafði bersýnilega fengið heilablóðfall. Daginn eftir var eftirmaður hans skipaður og tók hann sér far með flugvél til Scapa Flow,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.