Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 85

Réttur - 01.07.1951, Side 85
RÉTTUR 229 var sókn hans örhæg. Óvina megin börðust tvö þúsund austurrísk- ar alpaskyttur og svipaður fjöldi landgönguliða af þýzku tund- urspillunum. Undir dugandi forystu Dietls hershöfðingja færðu þeir sér sem bezt í nyt varnarskilyrði erfiðra landshátta. Þeim var ekki þröngvað til að yfirgefa bæinn Narvík fyrr en 27. maí. Þá höfðu Þjóðverjar á vestur-vígstöðvunum sótt langt inn 1 Frakk- land, sem rambaði á flughengi falls síns. Hersveitir bandamanna voru 7. júní fluttar brott frá Narvík. Um leið stigu konungur og ríkisstjórn af norskri grund. í afskiptum sínum af Norðurlöndum sáust ríkisstjórnir banda- manna lítt fyrir í árásarhug sínum, jafnframt því að þær vanmátu nauðsyn þess að nýta tímann. Afleiðingar þess urðu ástæðulausar þjáningar Norðurlandanna tveggja. Hins vegar hikaði Hitler í það eina sinn að láta til skarar skríða, en þegar hann ákvað að lokum að verða fyrri til en Vesturveldin, ónýtti hann ekki tímann, og einvalalið hans barðist af snerpu og markvísi, sem var þyngri á metunum en fæð þeirra, meðan enn var tvísýnt um úrslitin. Lauslega þýtt af Haraldi Jóhannssyni.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.