Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 87

Réttur - 01.07.1951, Side 87
BRYNJÓLFUR BJARNASON: INNLEND VÍÐSJÁ Sigursælt verkfall. 1 síðustu víðsjá er nokkuð lýst aðdraganda og undirbún- ingi verkfallsins, sem hófst 18. maí s.l. vor. Er það víð- tækasta verkfall sem fram til þessa hefur verið háð hér á landi, stóð aðeins 4 daga og varð sigursælt. TJrslit urðu þau, að frá 1. júní skyldi greiða verðlagsuppbót á vinnulaun, þannig að kaupgjald breyttist á ársfjórðungsfresti sam- kvæmt kaupgjaldsvísitölu. Gildir þetta að fullu fyrir öll laun, sem ekki eru hærri en lágmarkslaun Dagsbrúnar- manna, eða mánaðarlaun Iðju, 1830 kr. grunnlaun á mánuði, og fyrir sömu upphæð af kaupi þeirra, sem hærra eru laun- aðir. Enda þótt þetta væri mikill hagsmunalegur sigur, vissu allir að það mundi endast skammt. Af hálfu stjórnarvald- anna er unnið kappsamlega að því að gera þessar kjara- bætur að engu á sem skemmstum tíma. En þetta var jafn- framt stórpólitískur sigur, einn hinna stærstu, sem unninn hefur verið af íslenzkum verkalýðssamtökum. Baráttan stóð um markaða stefnu íslenzku marshallflokkanna og hinna vestrænu yfirboðara þeirra. Og þeir urðu að láta und- an síga. Eftir þennan sigur og að fenginni reynslu þessarar lærdómsríku deilu, er vígstaða samtakanna öll önnur en áður. Verður ekki f jölyrt frekar um það hér, þar sem saga deilunnar er rakin í ýtarlegri grein eftir Guðmund Vigfús- son, sem birtist í þessu hefti. Nýtt hernám. I þáttum síðasta heftis var skýrt frá hótunum Bjarna Benediktssonar um nýtt hernám og ummælum hans um

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.