Réttur - 01.07.1951, Page 93
RÉTTUR
337
öll þau stjómmálafélög, sem eigi eru ánetjuð erlendu né
innlendu auðvaldi, þurfa að taka höndum saman um að
leiða hið unga lýðveldi vort að nýju til þjóðfrelsis og vel-
megunar.
1.
Hlutverk slíkrar samfylkingar verður að berjast fyrir
þjóðfrelsi og lýðfrelsi.
Hún verður að kref jast þess og vinna að því:
AÐ íslendingar lýsi yfir skýlausum friðarvilja og ævarandi
hlutleysi í ófriði,
AÐ allur erlendur her verði tafarlaust fluttur burt af landi
voru, íslandi,
AÐ þjóðin endurheimti þegar sjálfsforræði sitt í stjómarhátt-
um og efnahagsmálum,
AÐ hverskonar einokun í atvinnu og verzlun verði þegar af-
létt og íslendingum gert frjálst að skipta við allar þjóðir
heims,
AÐ allt íslenzkt athafnalíf verði verndað gegn yfirráðum er-
lendra auðhringa og bankastarfsemi ríkisins að fullu tek-
in í þjónustu þjóðarinnar,
AÐ hrundið verði þeirri einokun og skriffinnsku er nú gerlamar
atvinnulífið og er raunar ein af aðferðum hins erlenda auð-
drottnunarvalds til þess að gera sér það sem háðast,
AÐ Alþingi Islendinga verði verndað gegn einræðisáformum
þeirra innlendra stjórnmálamanna, er ganga erinda fram-
'andi valds,
AÐ íslenzk lýðréttindi verði vernduð gegn hverskonar árásum
innlends sem erlends afturhalds.
2.
Hlutverk slíkrar samfylkingar verður að berjast fyrir
gernýtingu íslenzlíra auðlinda.
Hún verður að krefjast þess, og vinna að því:
AÐ landhelgi Islands miðist við landgmnnið og verði hagnýtt
fyrir Islendinga eina,
AÐ gerbréytt verði um stefnu i lánsfjármálum þjóðannnar og