Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 94

Réttur - 01.07.1951, Page 94
238 RETTUR ýtt undir hraðvaxandi framleiðslu innanlands og fullkomna hagnýtingu vinnuafls og tækja, A£) nýsköpun sjávarútvegs og landbúnáðar verði upp tekin að nýju í stáð þeirrar stöðvunar. sem átt hefur sér stað að undanförnu, AÐ auknum krafti verði einbeitt að eflingu heilbrigðs innlends iðnaðar og sköpun stóriðju á grundvelli mikilsháttar vatnsvirkjana, AÐ leitað verði til alþýðuríkjanna um kaup á nauðsynlegum tækjum til slíkrar stóriðju í skiptum fyrir íslenzkar af- urðir, t- d. áburð, sem framleiddur yrði til útflutnings — að svo miklu leyti sem ekki fengjust lán til framkvæmd- anna, án pólitískra skilyrða, á hinum almenna peninga- markaði auðvaldslandanna. 3. Hlutverk sh'krar samfylklngar verður að berjast fyrir auknu afkomuöryggi. Hún verður að kref jast þess og vinna að því: AÐ öllum íslendingum, sem vinna vilja, verði tryggð atvinna, AÐ launakjör verkamanna og annarra launþega verði stórum bætt frá þvi, sem nú er, og upp tekin hin nánustu sam- ráð við verkalýðssamtökin um öll þau mál, er atvinnu og launagreiðslur varða, AÐ skemmdarverk þau er unnin hafa verið á sviði félagsmála hin síðustu ár verði stöðvuð og leiðrétt og upp tekin að nýju .stefna umbóta og framfara í tryggingarmálmn al- þýðu, og verði þar sérstök áherzla lögð á fullkomnar at- vinnuleysistryggingar í samræmi við tillögur Sósíalista- flokksins á Alþingi, AÐ húsnæðismálin verði, svo sem fyrirhugað var með löggjöf- inni frá 1946, leyst með samfelldum aðgerðum til út- rýmingar heilsuspillandi íbúðum og húsnæðisaukningar, af hálfu bæja og sveitafélaga, byggingafélaga verka- manna, byggingasamvinnufélaga og einstaklinga með raimhæfri aðstoð ríkis og banka.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.