Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 16
124
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Markarfljótsdalurinn er eflaust að miklu leyti grafinn af skrið-
jökli á ísöld. Við getum kallað hann „Markarfljótsjökulinn“, því
að aðfangasvæði hans féll nokkurn veginn saman við núverandi
vatnasvið Markarfljóts. Ætla má, að langt fram á síðasta jiikulskeið
hafi sá jökull löngum fyllt dal sinn upp á barma. En þar kom, er
dalurinn dýpkaði, að brúnir hans tóku að skaga upp úr. Og enn
um sinn svarf Markarfl jótsjökullinn dalgrunninn og neðanverðar
hlíðarnar, unz hann tók upp í batnandi veðurfari ísaldarlokanna.
Norðurlilíð Markarfljótsdalsins — Fljótshlíð og undirhlíðar Tind-
fjallajökuls — ber enn glögg merki eftir svarf Markarfljótsjökulsins,
því að þar er gnægð heflaðra klappa með rákum, sem stefna vestur.
Líkt er þessu farið um vesturenda suðurhlíðarinnar upp af Merkur-
bæjunum í dalmynninu. En þegar innar kemur í dalinn þeim meg-
in, eru þessi merki með öllu horfin. Þar er hlíðin öll hin hrjúfasta,
sundurskorin af hrikalegum giljum. Þessi mismunur stafar fyrst og
fremst af því, að á fyrrnefndum stöðum er jafnharðara berg (eldri
grágrýtismyndunin“), en í innanverðri suðurhlíðinni er móbergs-
myndunin, yfirleitt lin og þó mishörð.
Gilin eru ungar myndanir, flest grafin af lækjum, eltir að Mark-
arfljótsjökullinn var horfinn. En brattar skriðjökulstungur frá Eyja-
fjallajökli hafa þó stundum teygzt niður í sum þeirra og víkkað
þau. Svo er enn ástatt um Falljökul og Steinholtsjökul, enda mega
nú farvegir þeirra, einkum hins síðarnefnda, fremur heita dalir
en gil.
Á fyrstu áratugum þessarar aldar og allt fram til 1930 náðu báðir
þessir jöklar nokkuð út frá fjallsrótum og sporðar þeirra belgdust
upp í háa ísbunka niðri á jafnlendinu. Þá gengu og jökultotur niður
í mörg gil í fjallsbrúninni og langt niður í lrlíðar. Þessir smájöklar
hafa nú allir hörfað upp fyrir brúnina, en hinir stærri, Falljökull
og Steinsholtsjökull, færzt að brekkurótum, og eru nú djúp vötn,
Jökullón (við Falljökul) og Steinsholtslón, þar sem sporðar þeirra
lágu áður. Síðastliðið sumar renndi ég lóði í Jökullón af jökulsporð-
inum og fann þar mest dýpi 41 m.
Skeifulaga ruðningskambur, hár og brattur, utan að Jökulóni
markar nú mestu framsókn Falljökuls, en miklu minni ruðnings-
garðar á Suðurhlíðum fram undan Steinsholtsjökli sýna, að Steins-
holtsjökull hefur rýrnað að sama skapi.
Um 1930 mun sporður Falljökuls hafa nokkuð verið farinn að