Samvinnan - 01.03.1929, Síða 24

Samvinnan - 01.03.1929, Síða 24
18 SAMVINNAN Ef bílar t. d. lækkuðu í verði um helming, myndi kaup- andafjöldi áreiðanlega tífaldast. Hins vegar er svo um ýmsar nauðsynjavörur, að eftirspum þeira minnkar litið, þó að verðið hækki. Enda þótt brauðverð tvöfaldaðist, myndi menn neyta þess álíkt mikið, af því að menn kaupa yfirleitt ekki meira af því, nú en nauðsyn krefur. Og þó að verð þess lækkaði til hálfs, myndi menn ekki kaupa öllu meira en gert er, af því að þess er frekar neytt af þörf en til gamans. Boglínan er með ýmsu móti, eftir því hver varan er. Stundum er hún íhvolf, stundum kúpt, stundum óregluleg, hækkar og lækkar á ýmsa vegu, stundum allt í einu. Línurit tveggja vörutegunda er aldrei eins. Þess vegna þurfa leiknir hagfræðingar ekki annað en líta á línuritin til þess að sjá, við hvaða vörutegund átt er. Þeir þekkja c. d. óðara línurit steinkola, eirs o. s. frv. Hver vara hefir sitt sérstaka línurit, sem er táknmynd hennar eða ein- kenni. Hún er sérkennd á sama hátt og maður, sem mæld- ur er eftir reglum mannfræðinnar. Hún þekkist á sama liátt og eðlisfræðingurinn þekkir frumefnin af línunum í litrófi sólarinnar. En hvað er þá að segja um framboðið? Auðvitað er það breytilegt líka, en það breytist þvert á móti eftir- spurninni. Þegar verð hækkar, eykst vöru- magnið, sem fram er boðið. Framboðið má einn- ig tákna með boglínu, og er sú lína ekki síður sérkenni- leg. Hún er jafnvel enn þá breytilegri. — Hvaðan stafar framboðið fyrst og fremst? Frá framleiðslunni. Breyting- araar á boglínu framboðsins eru ýmist hægar eða snögg- ar1), allt eftir því, hver varan er. Mikill munur er á því, livort um er að ræða vöru, sem lítið er framleitt af, t. d. listayerk, dýr vín o. fl., eða vörur þær, sem ekki er arð- x) Venjulega eykst framboðið ört í fyrstu, eftir því sem verð hækkar. En þegar náð er vissu marki, minnkar það aft- ur, jafnvel þótt verð ■ haldi áfram að hækka. þá hættir fram- leiðslan að hafa við. þetta sést á línuritinu. Boglínan hækkar ört fyrst í stað, en smátt og smátt nálgast hún það að vera iárétt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.