Samvinnan - 01.03.1929, Page 34

Samvinnan - 01.03.1929, Page 34
28 SAMVINNAN ingu gullnámsins, þrátt fyrir vaxandi lánsviðskipti og ávísanir. 3. Af því að gull og silfur flyzt sífellt meira og meira til Indlands og annara Asíuíanda og Afríku, þar sem fjár- sjóðum er safnað. Þar hverfur það með öllu, og þaðan kemur það aldrei aftur. Verðbreytingar valda ýmsum ólestri í viðskiptalífinu og neyð og vandræðum. Þegar vöruverð hækkar, kemur það hart niður á þeim, sem lifa á föstum tekjum, svo sem embættismönnum, þeim er lifa á vaxtafé og verkamönn- um. Verkalaun hækka þó að jafnaði áður en lýkur í hlut- falli við verðhækkunina, en oft er það ekki fyrr en seint og síðarmeir. Þegar verðhækkun á sér stað, minnka tekjur jarðyrkjumanna og iðnrekanda, svo að oft hggur nærri gjaldþroti. Rýmun höldsgróðans eykur samkeppn- ina, og það kemur niður á verkalaununum, þegar við- skiptin þverra og verkstofum er lokað. Er þá ekkert ráð til þess að koma í veg fyrir verð- hækkun eða tjón það, sem af henni leiðir? Um verðhækkun einstakra vömtegunda er það að segja, að engin almenn ráð eru til að koma í veg fyrir hana. Það eru neytendur sjálfir, sem verða að halda henni í skefjum með neyzlufélögum og öðrum samtökum. En ráðið gegn almennri verðhækkun, sem stafar af gildis- breytingu málmmyntarinnar, er mjög einfalt, að minnsta kosti fræðilega séð. Ekki þyrfti annað en tempra gildi mynteiningarinnar með því að breyta þyngd hverrar myntar eða myntfjöldanum, til þess að vega á móti aukn- ingu eða rýrnun málmgildisins. Reyndar er ekki nauðsynleg-t að koma í veg fyrir gildisbreytingar peninganna. Hitt myndi nægja, að fylgj- ast með þeim og ákveða vöruverð eftir þeim. Þó myndi sú aðferð miður heppileg í daglegum viðskiptum, en not- hæf í stærra stíl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.