Samvinnan - 01.03.1929, Síða 39

Samvinnan - 01.03.1929, Síða 39
SAMVINNAN 33 leiðandinn vill fá í skiptum. Framleiðandinn verður að vísu að finna kaupanda að vöru sinni, þótt um kaup og sölu sé að ræða, en sá kaupandi þarf þá ekki að hafa á takteinum þá vöru, sem framleiðandann vanhagar um. örðugleikamir við vöruskiptin eru fólgnir í því, a ð þessar tvær athafnir renna saman í eitt og verða ekki aðskildar. En þegar unnt er að greina þær sundur, í kaup og sölu, er hvor um sig mjög einföld og auðveld. Nú á tímum er það engum vanda bundið að finna kaupanda að vöru sinni. Og því síður er erfitt að finna seljanda þeirra hluta, sem menn þarfnast. í vöruskiptum er mjög erfitt oft og einatt að verð- leggja vörurnar, og gefur það prettum og fjárdrætti und- ir fótinn. Þegar menn skipta við villimenn í Mið-Afríku á byssum og baðmullarvoðum í stað gúms eða fílabeins, er það algengt, að menn ferfaldi verðmæti sinnar eigin vöru, en dragi úr verðmæti keyptu vörunnar um helming. Með því móti láta menn af hendi 1 á móti 8. Þó má telja þetta allheiðarleg viðskipti, því að oft er hlutfallið 1 á móti 100. Þar sem svo er ástatt, mega menn fagna tilkomu pening- anna. Þar fylgir þeim aukin ráðvendni og réttvísi. En því má ekki gleyma, að þessar tvær athafnir, kaup og sala, eru í rauninni eitt, enda þótt greina megi í sundur. Annað er óhugsandi án hins. Oss hættir oft við því í daglegu lífi, að hugsa oss kaup og sölu sem tvær ó- skyldar athafnir, sem hvor sé hinni óháð. En það er mis- skilningur. Sala er undanfari allra kaupa, því að áður en menn skipta peningum sínum gegn vörum, hljóta menn að hafa skipt sínum eigin vörum gegn pen- ingum. Hins vegar hlýtur öll sala að leiða af s é r k a u p s í ð a r m e i r, því að ef menn láta af hendi vöru fyrir peninga, þá er það til þess að verja þeim peningum fyrir aðra vöru. Hvað annað ætti að gera við þá? En þar eð hægt er að geyma peninga mjög lengi ónotaða, getur svo farið, að langur tími líði, mörg ár og jafnvel mannsaldrar, milli þessara tveggja þátta, milli sölunnar og kaupanna. En eftir hugsuninni nálgast þessir 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.