Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 39
SAMVINNAN
33
leiðandinn vill fá í skiptum. Framleiðandinn verður að
vísu að finna kaupanda að vöru sinni, þótt um kaup og
sölu sé að ræða, en sá kaupandi þarf þá ekki að hafa á
takteinum þá vöru, sem framleiðandann vanhagar um.
örðugleikamir við vöruskiptin eru fólgnir í því, a ð
þessar tvær athafnir renna saman í eitt
og verða ekki aðskildar. En þegar unnt er að
greina þær sundur, í kaup og sölu, er hvor um sig mjög
einföld og auðveld. Nú á tímum er það engum vanda
bundið að finna kaupanda að vöru sinni. Og því síður er
erfitt að finna seljanda þeirra hluta, sem menn þarfnast.
í vöruskiptum er mjög erfitt oft og einatt að verð-
leggja vörurnar, og gefur það prettum og fjárdrætti und-
ir fótinn. Þegar menn skipta við villimenn í Mið-Afríku á
byssum og baðmullarvoðum í stað gúms eða fílabeins, er
það algengt, að menn ferfaldi verðmæti sinnar eigin vöru,
en dragi úr verðmæti keyptu vörunnar um helming. Með
því móti láta menn af hendi 1 á móti 8. Þó má telja þetta
allheiðarleg viðskipti, því að oft er hlutfallið 1 á móti 100.
Þar sem svo er ástatt, mega menn fagna tilkomu pening-
anna. Þar fylgir þeim aukin ráðvendni og réttvísi.
En því má ekki gleyma, að þessar tvær athafnir,
kaup og sala, eru í rauninni eitt, enda þótt greina megi í
sundur. Annað er óhugsandi án hins. Oss hættir oft við
því í daglegu lífi, að hugsa oss kaup og sölu sem tvær ó-
skyldar athafnir, sem hvor sé hinni óháð. En það er mis-
skilningur. Sala er undanfari allra kaupa, því
að áður en menn skipta peningum sínum gegn vörum,
hljóta menn að hafa skipt sínum eigin vörum gegn pen-
ingum. Hins vegar hlýtur öll sala að leiða af
s é r k a u p s í ð a r m e i r, því að ef menn láta af
hendi vöru fyrir peninga, þá er það til þess að verja þeim
peningum fyrir aðra vöru. Hvað annað ætti að gera við
þá? En þar eð hægt er að geyma peninga mjög lengi
ónotaða, getur svo farið, að langur tími líði, mörg ár og
jafnvel mannsaldrar, milli þessara tveggja þátta, milli
sölunnar og kaupanna. En eftir hugsuninni nálgast þessir
3