Samvinnan - 01.03.1929, Page 52
46
SAMVINNAN
Ef varan fellur í verði innan mánaðarloka, ef t. d.
korn, sem selt var á 20 franka, verður ekki nema 19 franka
virði, þá hefir seljandi verzlað vel. Til þess að fullgera
kaupin þarf hann ekki að greiða nema 19 franka fyrir
það, sem hann hefir selt fyrir 20. Hann græðir 1 franka
á muninum. Og auðvitað hefir hann gert ráð fyrir, að
svo færi. Hver sá, sem selur fyrirfram, þykist sjá fyrir
verðfall (baisse). Ef komverðið aftur á móti hækkar,
t. d. upp í 21 franka, er augljóst, að seljandi tapai’.
Sá sem kaupir fyrirfram er öfugt settur við seljand-
ann. Hann hefir keypt fyrir 20 franka, og afhending vör-
unnar fer fram í mánaðarlok. Ef kornverðið er þá fallið
niður í 19 franka, eru það vond kaup. Ilann hefir þá
greitt einum franka of mikið, af því að hann var of
kaupgjam. En ef verðið hækkar upp í 21 franka, hefir
hann gert góð kaup. Þá græðir hann 1 franka. Hver sá,
sem kaupir fyrirfram, þykist sjá fyrir verðhækkun
(h a u s s e).
Af þessu skilst, að sá, sem selur fyrirfram, er illa
þokkaður í augum almennings og stjómarvalda. Hann er
grunaður um að reyna að koma á verðfalli, af því að hon-
um er hagur í því. En hinn, sem kaupir fyrirfram, er vel
þokkaður, hann boðar góða tíma. í raun og veru hafa
þessir dómar þó við lítil rök að styðjast. Það er óhugs-
andi, að verð vöm eða verðbréfa haldi áfram að hækka
endalaust. Og þótt það væri hugsanlegt, myndi það eng-
um til bóta. Verðhækkun og verðfall er eins og öldu-
gangur, og hvort tveggja er jafn-nauðsynlegt til þess að
halda jafnvægi. Með því móti næst rétt hlutfall milli
framleiðslu og neyzlu. Þegar menn hafa framleitt allt of
mikið af einhverri vörutegund, eða hækkað verðbréf ofar
sannvirði, þá er mjög mikils um vert, að verðfall komi á
eftir.
Hitt er mjög æskilegt, að þessar verðbreytingar njóti
sín til góðs, án þess að óþægindi fylgi. En til þess mega
þær hvorki vera miklar né tíðar. Afleiðingar kaupa og
sölu fyrirfram era tvennskonar. a) Með þeim eru gefnar