Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 61
SAMVINNAN
55
Félagar og stjórn.
Það er almenn regla flestra samvinnufélaga að veita
viðtöku hverjum þeim manni, sem inntöku æskir í fé-
lagið, án tillits til skoðana hans í stjórnmálum eða
trúmálum, stöðu hans í þjóðfélaginu eða annara slíkra
ástæðna, sem starfsemi félagsins eru óviðkomandi. Þess
er krafizt af meðlimunum, að þeir verji starfi sínu innan
félagsins eingöngu í þágu þess takmarks, sem félagið
hefir sett sér, en beiti sér ekki fyrir neinum óviðkom-
andi hagsmunum.
Sömu reglu væri hægt að fylgja í alþjóðafélagsskap.
Sá félagsskapur ætti ekki að fást við annað en verzlunar-
viðskipti á samvinnugrundvelli og framleiðslu iðnaðar-
vara. Inntaka yrði þá veitt aðeins þeim aðiijum, sem fcil-
ist á að hlíta þessari reglu í starfsemi sinni innan al-
þj óðasambandsins.
Hverir eiga að vera þátttakendur í alþjóðasambandi
samvinnumanna ? Svarið er einfalt. Stórsölusambönd ein-
stakra landa eiga að vera meðlimir alþjóðasambandsins.
Alveg eins og meðlimir stórsölusambandanna eru ekki
einstakir menn heldur samvinnufélög, eiga stórsölusam-
böndin ein að vera meðlimir alþjóðasambandsins, sva
framarlega sem samvinnustarfsemin á að vera í fullu
samræmi.
í hverju landi þykir það mikils vert, að samvinnu-
starfseminni sé svo fyrir komið, að ekki sé, ef mögulegt
er, nema eitt félag í hverju héraði. Auðsjáanlega væri
það líka heppilegt, að hvert land ætti ekki nema einn með-
lim í alþjóðasambandinu. Þessu ákjósanlega marki er þó,
eins og allir vita, ekki hægt að ná, að svo stöddu, því í
sumum löndum starfa nú fleiri en ein stórsala jafnhliða.
Þar sem svo stendur á, væri heppilegast, að stórsölusam-
bönd sama lands gerði með sér félag og gengi svo í einu
lagi inn í alþjóðasambandið. Yrði aftur á móti að því
hnigið að veita aðeins viðtöku einu stórsölusambandi í
hverju landi, myndi það sjálfsagt verða til að spilla sam-