Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 63
S A M V I N N A N
57
laga, heldur er einnig að nokkru leyti tekið tillit til þess,
hve mikil viðskipti hvert félag hefir haft við stórsöluna.
Slíkt fyrirkomulag gæti átt vel við í alþjóðasamvinnu.
Atkvæðamagn landssambandanna ætti að ákveða eftir ein-
hverskonar mælikvarða, sem sýndi þörf þeirra til sam-
takanna og þátttöku í starfsemi alþjóðasambandsins.
Vörukaup samvinnufélaganna í einstökum löndum,
myndi auðsjáanlega fara eftir því, hvaða vörur alþjóða-
sambandið tæki að sér að framleiða eða útvega.
Segjum t. d., að alþjóðasambandið verzlaði eingöngu
með kaffi. Þá myndi viðskipti brezku samvinnufélaganna,
sem í flestum öðrum tilfellum yrði yfirgnæfandi, verða
alveg hverfandi borin saman við viðskipti samvinnufélag-
anna í Frakklandi, Þýzkalandi eða á Norðurlöndum.
Væri aftur á móti um te að ræða, myndi viðskiptin-
við England og Skotland og ef til vill Rússland verða lang-
samlega mest.
Gerum ráð fyrir, að sambandið útvegandi einungis
hráefni, sém þarf til þess að búa til sápu og smjörlíki.
Starfsemi þess k'æmi þá ekki annars staðar að notum en
í þeim löndum, þar sem samvinnufélögin eiga verksmiðj-
ur, sem framleiða þær vörur. Þannig myndi fara um
hverja þá verzlunarvöru, sem ekki er jafn útbreidd í öll-
um löndum. Þátttaka landanna í verzluninni með hverja
vörutegund færi eftir þörfinni. Væri þörfin misjöfn, yrði
viðskiptin líka misjöfn, þó að jafnstórar þjóðir og jafn-
fjölmennur samvinnufélagsskapur ætti í hlut.
Verkaskipting.
Það, sem nú hefir sagt verið, bendir ótvírætt á það,
að heppilegt muni, að skipta starfsemi alþjóðasamtak-
anna. Áhrif landanna á stjórn hverrar deildar ætti þá að
fara eftir þvi, hversu mikið þau kaupa af þeirri vöruteg-
und, sem deildin útvegar. Myndi þá vel á því fara, að
sérfræðingar hvers lands fengi að láta til sín heyra.
Væri t. d. um það að ræða að útvega hráefni til smjör-
líkisframleiðslu, ætti sérfræðingur hverrar þeirrar sam-