Samvinnan - 01.03.1929, Page 70
Nú sem stendur eru hringar starfandi í öllum lönd-
um Norðurálfunnar. Eftir því sem skýrslur herma, eru
þeir flestir í Þýzkalandi, eða um 3600 alls. I Englandi eru
þeir taldir um 2500. Hver maður þekkir einhver dæmi
hringa í sínu eig'in landi. Sem dæmi um alheimshringa
má nefna hring þann, sem hefir með höndum framleiðslu
og sölu á rafmagnsperum. Sá hringur ræður alveg mai’k-
aði þessarar vöru í Norðurálfunni. Annars eru alheims-
hringarnir aðallega riðnir við þau fyrirtæki, sem fram-
leiða hálfunnar vörur eða verksmiðjuvélar. T. d. hafa
verksmiðjur þær, sem búa til svokallaðan „paper felting“:
sem notaður er í pappírsiðnaðinum, myndað hring sín á
milli.
Einkasala.
Bæði samsteypur og hringar sýna sig í sinni verstu
mynd, þegar þau komast svo langt að ná einræði á ein-
hverri grein viðskiptanna. En að því keppir slíkur fé-
lagsskapur oftast, eins og eðlilegt er.
Einræði í viðskiptum getur orðið með ýmsum hætti.
Zinkhringurinn er t. d. einráður, af því að hann hefir í
sínum höndum svo að segja allt hráefnið. Af sömu ástæð-
um hafði Standard Oil Company um tíma raunverulega
einkasölu á steinolíu. Stundum stafar einræði hringanna
líka af því, að þeir hafa fengið einkaleyfi á einhverri upp-
götvun og stendur það einræði þá, þangað til annað betra
er fundið upp.
Hér skal og minnt á ríkiseinkasölur, aðeins til að benda
á, að þær hafa sérstöðu meðal þeiri’a fyrirtækja, sem náð
hafa í sínar hendur einræði í viðskiptum. Þær eru stofn-
aðar af löggjafarvaldinu og starfa í flestum löndum meira
eða minna. Tilgangur þeirra er ýmist sá að afla ríkinu
tekna, svo sem með tóbaks og áfengiseinkasölu, eða að
fá framgengt eftirliti með úthlutun ákveðinna vara, svo
sem ýmsra eiturtegunda.
Skylda samvinnumanna er að gæta hagsmuna neyt-
andanna í hverju landi. Samvinnustefnan er andvíg hverju