Samvinnan - 01.03.1929, Side 72
Héðan og* handan
Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnu-
Aðalfundur félaga var haldinn í Sambandshúsinu í
Sís 1929. Reykjavík dagana 8.—11. maí s. 1. —
Fundinn sátu 37 fulltrúar sambandsfélag-
anna, auk stjórnarnefndarmanna, forstjóra og fram-
kvæmdarstjóra Sambandsins, starfsmanna þess nokkurra,
samvinnumanna og gesta utan af landi, er þá voru staddir
í bænum og fýsti að vera á fundinum. Forstjóri og fram-
kvæmdarstjórar Sambandsins gerðu grein fyxir starfsemi
síðasta árs. Reikningur Sambandsins 1928 var lagður
fram og samþykktur. Þá var og rætt nokkuð um sam-
vinnustarfið á þessu yfirstandanda ári og í framtíðinni.
Vert er að benda á það, að af 38 félögum, sem í
Sambandinu voru 1928, sendu 9 engan fulltrúa á fundinn.
Er slíkt miður farið, og það því fremur sem Sambands-
fundurinn er eini árlegi landsfundur samvinnumanna. Er
og fátt, sem vekur jafn-bjartar vonir um framtíð og
framkvæmdarmátt samvinnunnar hér á landi og einmitt
slíkur fundur sem þessi. Hér tekur höndum saman fortíð
stefnunnar og framtíð, það sem á hefir unnizt og það sem
er í vonum.
Samvinnumenn eru engin undantekning frá þeirri
staðreynd, að vel leyst raun þroskar hjá manni þróttinn
til þess að gera vel — og enn betur. Það er því góður sið-
ur að líta öðru veifi yfir það, sem á hefir unnizt. Sjálf
fundargerð Sambandsfundarins er áður prentuð og þegar
kunn flestum lesöndum Samvinnunnar. Þó skal hér á eftir
bent á nokkur atriði, sem vert þykir að minnast sérlega.