Samvinnan - 01.03.1929, Page 89
SAMVINNAN
88
í fyrirlestrum með samtölum, og kappræðum milli nem-
andanna er svo bar undir. Voru íslenzk gögn notuð við
kennzluna eftir föngum og hagfræðileg fyrirbrigði skýrð
sem tök voru á. Voru t. d. reikningar íslandsbanka brotnir
til mergjar í sambandi við umræður um bankamál, lög
um Byggingar- og landnámssjóð skýrð í sambandi við
jarðrentuna o. s. frv. Einnig gafst nemöndum færi á að
sjá iðjuverið á Álafossi og búskapinn á Korpúlfsstöðum
í sambandi við umræður um tollamál og iðnaðarmál.
Samvinnusaga. Fyrirlestrar og samtöl um samvinnu-
hreyfinguna. í yngri deild rakin saga samvinnunn-
ar hér á landi. En í eldri deild þróun samvinnunnar
erlendis. Lesin og lögð til grundvallar kennslunni bók
próf. Ch. Gide: Kaupfélögin.
Lokapróf.
fór fram 16.—27. april. Undir prófið gengu 26 reglulegir
nemendur og tveir gestir. — Einn nemandi (Halldór
Sigfússon) veiktist í prófinu og gat ekki lokið því.
Verkefni í skriflegu prófi.
I. Ritgerðarefni í íslenzkum stíl:
1. Þegar eg fór að heiman í fyrsta sinn.
2. Gull.
3. Maður er manns gaman.
II. Enskur stíll.
1. Verzlunarbréf.
Write from the following data, two letters.
Sellers: Henry Wilkins & Co., Northampton.
Buyers: E. Jones Ltd., Tenny Street, London, S. E. 3.
Dates: Enquiry to-day; reply to-morrow.
We have just secured the contract for a large supply
of Army Boots, and are inviting tenders from the leading
manufacturers. We send you herewith particulars of the
qualties, sizes, ect., and shall be much obliged if you
6*