Samvinnan - 01.03.1929, Side 100
94
S A M V 1 N N A N
skapandi áhrif, ekki sízt ef böm eða ungling-ar eiga í
hlut. En þó er talið, að hættan af þessu einhæfa starfi
geti orðið enn meiri fyrir sálarlíf mannsins, sem að því
vinnur. Þegar hann vinnur sama starfið, endurtekur
sömu hreyfingu dag eftir dag og ár eftir ár, getur hann
sljófgast smátt og smátt, unz hann vinnur alveg eins og
vél, hugsunarlaust og ósjálfrátt. Þetta hefir meir en nokk-
uð annað vakið óbeit manna gegn verksmiðjuvinnu, og
hefir líka átt mikinn þátt í þvi að koma þeirri skoðun inn
hjá mörgum hér á landi, að erlendur verksmiðjulýður sé
menntunarlaus skríll. Því verður og ekki neitað, að mörg
vélavinna er mjög einhæf, en það er ekki nema stundum,
sem hún sljófgar. Þvert á móti krefst mikill hluti véla-
vinnunnar sívakandi athygli og umhugsunar og getur þá
oft farið svo, að hættan liggi ekki í sljófgun, heldur of
mikilli taugaáreynslu. En er því svo mikil hætta samfara,
þótt verkið sé þannig vaxið, að verkamaðurinn sé ekki
neyddur til þess að hafa hugann alltaf við það bundinn?
Er ekki einmitt hætt við því, að þeir, sem alltaf verða að
hafa hugann fastan við starfið, sem þeir vinna, verði um
of bundnir við það eitt, og hugsi varla um nokkuð annað ?
Það út af fyrir sig, að verkamaðurinn þurfi ekki alltaf að
leggja sál sína í starfið, ætti ekki að verða mjög hættu-
legt. Hann getur þá frekar beint huganum að einhverju
öðru efni, hugsað yfirleitt um hvað sem hann vill, annað
en það, sem hann gerir. En sé það samt svo, að vélavinna
sé vfirleitt sljófgandi, ætti að mega draga úr þeim áhrif-
um með ýmsu móti. T. d. ætti þess ekki að vera nein
þörf, að sami maður ynni ætíð sama verkið, heldur gæti
menn skipzt á, a. m. k. um öll hin auðveldari störf. F o r d
gefur t. d. verkafólki sínu kost á því að skipta um starfa,
þegar það æskir eftir því. Ennfremur mætti gefa verka-
fólkinu tækifæri til þess, að nota hvíldartíma sinn á þann
hátt, að það geti vegið upp á móti sljófgun vélavinnunnar.
Engu síður er það mikið alvörumál, að verksmiðju-
vinna er venjulega óhollari heldur en almenn vinna. Hún
fer að mestu leyti fram innan húss, í misjafnlega góðu