Samvinnan - 01.06.1973, Page 30
Fyrsti skóladagurinn.
Eðlilegur vöxtur allra hœfileika nemandans hlýtur að vera markmið allrar kennslu.
bjuggu til orðskviðinn „Bókvitið verður
ekki látið í askana“. Þeim var vorkunn,
meðan erfitt var að fylla askana. Nútíma-
spekingar hafa búið til nýtt orðtak:
„Bókvitið verður í askana látið.“ Það
væri ekki nema gott eitt um þetta orð-
tak að segja, ef ekki leyndist bak við það
sú hugsun, að það eitt sé einhvers virði,
sem í askana verður látið. Þá væru nú-
tímaspekingarnir sízt vitrari en þeir
gömlu. Ég held, að góður skóli sé því að-
eins góður, að hann efli fróðleiksfýsn og
þroskaþrá nemandans, án þess að alltaf
sé hugsað um svokallað hagnýtt takmark.
Stephan G. Stephansson varð einhver
gagnmenntaðasti íslendingur, sem uppi
hefur verið á þessari öld, og kom hann
aldrei í annan skóla en skóla lífsins. Það
má segja, að eftir grunnskóla íslenzkrar
sveitamenningar hafi hann numið í
framhaldsskóla heimsmenningarinnar.
Hann komst svo að orði:
„Þó tekjulaust sé gullið vits og vona,
að vita það en leita og grafa þó
og þykjast aldrei nema af því nóg.
Oss finnst það heimskt, en samt er
það nú svona.“
Og það er víst, að hefðum við íslend-
ingar ekki leitað og grafið eftir þessu
gulli vits og vona, þótt tekjulaust væri,
ættum við enga þá fjársjóði, sem við telj-
um nú dýrmætasta og gefa okkur til-
verurétt og skapa okkur virðingu meðal
þjóða heims.
Ferðin sem aldrei var farin
En þar sem ég minntist á grunnskóla
íslenzkrar sveitamenningar, þá ber ekki
að skilja það svo, að ég telji hana full-
nægja menntunarþörfinni nú á tímum,
þótt enn kunni hann að geta nokkru
miðlað. Og víkjum þá örfáum orðum að
hinu svonefnda grunnskólafrumvarpi.
Um það hefur verið allmikið rætt og af
misjafnlega miklum skilningi. Ég skal
því ekki fara um það mörgum orðum að
þessu sinni. í þvi frumvarpi tel ég ýmis-
legt horfa til bóta, ekki sizt fyrir lands-
byggðina, ef það verður framkvæmt, eins
og gert er ráð fyrir. Og þá kemur mér í
hug ferðin, sem aldrei var farin. Þá á ég
þó ekki við hina bráðskemmtilegu ritgerð
Sigurðar Nordals með þessu nafni nema
sem samlikingu. Ég á hér einmitt við þá
skólalöggjöf, sem við búum við eða ætt-
um að búa við, ef allt væri með felldu, en
hefur aldrei komizt að fullu til fram-
kvæmda. En það er einmitt sá þátturinn,
sem ég tel einna merkastan í núgildandi
löggjöf, sem aldrei hefur komizt í fram-
kvæmd, en þar á ég við verknámsdeild-
irnar. Það er ekki nægilegt að setja þá
nemendur, sem tregari eru til bóknáms,
í sérstakar deildir og kenna þeim ofur-
lítið meira föndur, þegar engin tilraun
er gerð til að tengja verknámið atvinnu-
lífinu. Nú sé ég hvergi minnzt á þetta
verknám i hinu nýja frumvarpi. Með öðr-
um orðum, hér er um algera uppgjöf að
ræða. Verknáminu voru aldrei sköpuð við-
unandi skilyrði, og ef svo á að fara fram,
þá er auðvitað eins gott að sleppa því
alveg. Ég hygg að þeir, sem sömdu nú-
gildandi lög, hafi gert sér ljóst, að mynd-
arlega útfært verknám gæti ekki aðeins
orðið lyftistöng atvinnulífsins, heldur og
að verklegt nám stuðlar engu siður að
andlegum þroska en margur bóklestur.
Það hafa verið færð mörg rök bæði með
og móti lengingu skólaskyldunnar, og
hafa þar báðir aðilar nokkuð til síns
máls. En hér eins og víðar veltur þó mest
á framkvæmdunum. í 27 ár höfum við
búið við 8 ára skólaskyldu, en hún er
ekki komin enn til framkvæmda i nokkr-
um skólahéruðum. Ennþá ein ferðin, sem
aldrei var farin. En ef sá einstefnuakstur
helzt í íslenzkum skólamálum, að allt
framhaldsnám sé miðað við mennta-
skólaleiðina, og að stúdentsprófið sé til
dæmis í starfsmati metið stórum hærra
en önnur hliðstæð menntun, og að öll
lokapróf þurfi helzt að kallast háskóla-
próf til þess að hljóta almenna virðingu
og viðurkenningu stjórnvalda, þá verður
ekki allt fengið með því að lengja skyldu-
námið um eitt ár. Það vita allir, sem við
það vilja kannast, að margt af því, sem
kennt er í framhaldsskólunum okkar, hef-
ur ekki neina hagnýta þýðingu fyrir all-
an fjöldann, og menningarlega hliðin er
efalaust oft vafasöm. Stærðfræði er sann-
arlega heillandi fræðigrein fyrir þá, sem
hneigðir eru fyrir hana, og mörgum veit-
ir hún spón í askinn. En er nokkurt vit
í því, að einstaklingi sé lokuð leið til
hjúkrunarnáms vegna þess, að hann var
slakur í algebru? Ég veit dæmi þess, að
slíkt hafi gerzt. Þessir sundurlausu þank-
ar eru víst orðnir nógu margir, svo að nú
skal staðar numið. Við skulum ljúka þeim
með þvi að vitna aftur í Klettafj alla-
skáldið, sem aldrei settist á skólabekk,
en varð þó flestum öðrum menntaðri.
Hann kveður svo:
„Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða:
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.“
Menntunin er nefnilega ekki fyrst og
fremst það, sem maðurinn veit, jafnvel
ekki það, sem hann kann eða getur, held-
ur það sem hann er. +
30