Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 46

Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 46
ekki í hönd verkamannsins nema þegar hann þarf að bera hönd hans að munni sér þegar hinn mikilhæfi hobtaýkommi þarf að hósta. í þágu hverra skyldi sú fráleita tiltekt vera, að bjóða verkamanni fræðslu á kvöldin eftir 10 stunda vinnudag? Er honum of gott að dotta útkeyrður heima hjá sér á kvöldin? Langsóttar hljóta hug- myndirnar um vinnuna að vera. Eru dag- laun og vinnutími ekki höfuðatriðin leng- ur? Að minnsta kosti hefur verkalýðsfor- ustan ekki minnstu hugmynd um slíka hluti, því að sjálf verkalýðsforustan gengst fyrir því að staðla þrældóminn með samningamakki um ákvæðisvinnu, einni hinni hörmulegustu útgáfu af mannlegri niðurlægingu, þegar menn eru ginntir með peningum til að starfa eins og vélar. Huldufólkið sem lifir opinberu lífi á herðum verkalýðsins á ekki nema eina refsingu skilið: að lifa sjálft á launum verkamannsins. Jafnframt væri hægt að gera þessum glamrandi hugmyndafræði- legu þjóðfélagsmönnum þann greiða að senda þá á vertíð og i frystihúsin og aðra vinnustaði til að fá jarðsamband. Satt bezt að segja tóra vinstrimenn í svo þröngum og sundurlausum jábræðra- hópum, þessum ófrjósömu hallærisklík- um, að það þarf óhemju auðtrúa mann til að gleypa við þeirri slummu, að mann- legt rottueðli jafngildi vinstristefnu í pólitísku menningarlífi. Dýrkun á menn- ingarlegri útþynnslu og einfeldingsleg- um patentlausnum ex nauðaómerkileg pólitik. Smánarblettur Meðan vinstriöflin eru enn sundur- laust púsluspil, meðan vinstrisinnaður verkalýður skipar sér ekki í einn flokk, þá er pólitík hans pat út í loftið. Það er verkalýðnum dýrkeypt, að fullkomn- ustu flokksvélarnar skuli vera rammasta íhald. Og það er kaldhæðnislegt, að þar er einmitt eininguna að finna í stórátökum eins og kosningum. Engum blöðum er um það að fletta, að sameiningarraddir vinstrimanna eru enn kæfðar af hobbýkommum, sérgæzku- fullum prumphænsnum sem lifa á verka- lýðnum. Því lengur sem dregst að sparka þessum óteljandi hálfforingjadruslum út í hafsauga, því lengur sem verkalýðurinn verður að burðast með röflandi foringja- blækur áhugalausar um einingu — því að þeir fitna og þrífast sjálfir einungis á sundruðum verkalýð, pólitísk tilvera þeirra er beinlínis sundraður verkalýð- ur — að sama skapi minnka líkur þess að verkamaðurinn fái sanngjörn daglaun. Það er smánarblettur að láta verðleika- lítið skrifstofubákn skríða upp á bakið á verkalýðnum og sjúga sig þar fast, og horfa síðan á þetta skrifstofubákn geta af sér óteljandi hobbýkomma, snatt- menni og kontórista undir því yfirskini að verið sé að vinna að málefnum verka- lýðsins meðan verkamaðurinn sjálfur hefur ekki raunhæfari daglaun. 4 Unnur S. Bragadóttir: TVÖ LJÓÐ ALLTAF SVONA „Vondur maður,“ tautaði hún og vatnið rann yfir gólfið. Alltaf svona dag eftir dag, rangt orð é röngum stað og regndroparnir sem tærir margfalda Ijósadýrðina. Gríðarstór heimur, fullur af innihaldslausu lífi og mótmælendum hinnar sönnu náttúru. NÚ Nú er það ekki lengur amma, sem elur börnin, nú er framtíðin okkar eigin — eða hvað? „Andrés, aldrei gerðum við þetta þegar við vorum ungir." Herbergi fullt af reyk og þreytuleg augun. Af hverju alltaf þetta andskotans nöldur? „Hann er orðinn drykkfelldur drengurinn." „Viltu meira í bollann?" „Ó, nei, ég verð víst að hafa mig heim og elda.“ En þrátt fyrir mótmælin, aftur í bollann, aftur, aftur og aftur. Já, það er skelfilegt að vita hve miklum áhyggjum hann veldur nábúunum, þessi drykkfelldi drengur. — Að þeir skuli ekki krossfesta sig fyrir hann. J. E. Haraldsson, Lambi: KÚRISTINN Lesa, lesa. Liggja í rúml. Láta sig dreyma í næturhúmi. Safna vizku, vizku safna vita eigin dómgreind dafna, á sig engu öðru næra. Læra. Lesa, lesa. Læra melra. Látast ekkert annað heyra. Ekkert éta. Ekkert geta. En muna að í vizku er Z Námið meta. Lesa, lesa. Læra á daginn. Þótt léttist við það kannski maginn. Heilann þroska, þroska heilann. Það er veilan. Leikfiminni sjaldan sinna. Sundið iðka þeim mun minna. Aldrei vlnna. Lesa, lesa. Læra á kvöldin. Láta æðið taka völdin. Verða fyrir veilu flárri. Verða að missa af einkunn hárri. Verða aldrei skiárri. Vizkukeppur vizkan skreppur KLEPPUR. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.