Andvari - 01.10.1962, Side 11
ANDVARI
FJALLABÝLI í ÞJÓRSÁRDAL
249
Bakveggnr skálans.
við þá fremur að segja tvö herbergi og
eldhús? Þetta hefur verið smábýli, og bú-
skapurinn hefur ekki verið stór í sniðum.
Rétt fyrir austan bæinn er fjós, og virðast
ekki hafa verið gerðir básar í því nema
fremst. Ef til vill hefur bóndanum aldreí
tekizt að koma bústofninum upp í þá
tölu, sem hann hefur dreymt um í upp-
hafi. Sú saga er bæði gömul og ný. En
þótt bærinn á fjallabýlinu í Gjáskógum
sé ekki stór, er hann þó miklu stærri en
húsakynnin á kotbýlunum, sem við þekkj-
um frá síðari öldum. Það er frjálsmann-
legur bragur á þessum hibýlum, enda er
bærinn að öllu nauðalíkt úr garði gerður
og bærinn í Stöng, sem þó er ólíkt meira
setur. A báðum bæjum eru fjögur ná-
kvæmlega samsvarandi hús. Er hér raun-
ar um að ræða ramma hefð um bæjar-
byggingar, því að sams konar bæir eru
víða í Þjórsárdal og hafa ugglaust verið
víða í öðrum sveitum, þótt nú séu lítil tök
á að sannreyna slíkt með rannsóknum.
Það er einkenni þessa bæjar, að aðalhúsin
eru langhús með bæjardyrum á langhlið,
en minni hús þvert á hin að baki. Það er
stór svipur á þessum bæjum, jafnvel þótt
þeir séu ekki svo ýkja fyrirferðarmiklir
að grunnmáli. Það er eitthvað hreinlegt
við þá, í þeim hreinar línur, við mundum
segja nú á dögum að þeir væru stílhreinir.
En hve gamlir eru þessir bæir? Frá
hvaða tíma sögu vorrar er bærinn í Gjá-
skógum, og hvenær hefur hann farið í
eyði? Ég drap á að á þeirn bæ hefðu cng-
ar bækur verið skrifaðar, en því lét ég þau