Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 81

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 81
ANDVAIU HÓMER OG IIÓMERSÞÝÐINGAR 319 anda þeirra tíma. Einmitt þess vegna gátu íslendingar hal't betri skilyrði til að þýða Idómerskviður en aðrar þjóðir, að þeir stóðu í andlegum skilningi nær en aðrir hugsunarhætti og hugsjónum þeirrar hetjualdar, sem í kviðunum er lýst. Söguljóðaskáldskapur Grikkja átti sér, svo sem kunnugt er, langa þróunarsögu. Margar kynslóðir þrautþjálfaðra kvæða- manna höfðu ávaxtað hinn helga arf sagna og skáldskaparhefðar. Skáld þessi höfðu smám saman skapað sér sérstaka tungu eða skáldamál. Þau gerðu sér þess ljósa grein, að þau voru að lýsa löngu liðnum tímum. Þær lýsingar mátti ekki blanda neinu efni, sem var yngra, þótt í samlíkingum komi fram ýmislegt, sem skáldunum var kunnugt um úr eigin lífi eða samtíðarinnar. Margt í fornbók- menntum vorum cr ekki ósvipað að efni og anda kviÖum Hómers. Einnig þar er verið að lýsa löngu liÖnum tímum. Höf- undum þeirra bókmennta er því að meira eða minna leyti ljóst, að eigi má rugla saman efni úr samtíðinni og hinni horfnu hetjuöld. Þó að stíll Hómers sé epískur v.at’ é^o^riV) þá er hann jafnframt hraður, eins og praeses tekur réttilega fram á einum stað í þessu riti. Margt er því líkt með stíl Hómers og hinna beztu Islendingasagna. Hefði verið þarft, já nauðsynlegt að gera glögga grein fyrir stíl I lómers, helztu einkennum hans og gera síðan samanburð á honum og stíl fornbókmennta vorra, svo að skýrt hefði komið fram, hver stoð Sveinbirni var í hinum forna sögustíl við þýðingarstarfið. Ekki skal borið á móti því, að ýmsar góðar athugasemdir og athuganir hefur praeses gert um þetta efni, en þær koma ekki að fullum notum, af því að þær hafa hvergi i’erið dregnar saman í skil- merkilegt yfirlit, heldur eru á tvístringi á víð og dreif. Nokkur meginatriði er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar rætt er um þýðingar HómerskviÖna. Það er þá hið fyrsta, að stíll Hómers er tiginmannlegur. Fornar orðmyndir og sjálfur bragarhátturinn bregða hátíðlegum blæ á frásögnina. Allt auvirðilegt, alþýðlegt og hversdagslegt er I Iómer víðsfjarri, einkum í llíonskviðu. Engin tilraun er gerð til raunsærra lýs- inga hetjanna eins og þær væru Ijós- myndaðar. Stíll Hómers er miklu fremur „impressionistískur". En þessi forni, há- tíðlegi og tigni blær hjá Hómer er alger- lega laus við stirðlegan fjálgleik. Virðu- leiki og skýrleiki í hugsun helzt í hend- ur við áhrifamiklar og sannfærandi myndir, öryggi, lipurð, gagnsætt og ein- falt orðalag. En þó að hið eðlilega og eiginlega orðalag sé regla, þá er það hvergi hversdagslegt og veldur þar miklu um hinn fornlegi blær þess. Orðskipan er alls staÖar eðlileg. Þar er stöðug við- leitni til að samræma skiptingu bragar- háttarins og skiptingu setninga. Viðleitni skáldsins til að vera gagnort kemur fram í hinni tíðu notkun ýmiss konar hlut- taksorðalags, sem skiptist á við sam- tengdar setningar. Óbein ræða kemur örsjaldan fyrir. Þá er komið að meginkafla þessa rits, samanburði þýðingar og frumtexta og þróun þýðingarinnar í meðferð Svein- bjarnar. Ræðir praeses fyrst ljóðaþýð- ingarnar. Bendir hann í upphafi á, að menn hafi greint á um það, hvort heppi- legt væri að þýða Hómerskviður á ís- lenzku undir fornyrðislagi, sem er svo ólíkt að hrynjandi hexametrinu gríska. A bls. 114 bendir hann einnig á ummæli Jóns Sigurðssonar, þar sem hann lýlmr lofsorði á ljóðaþýðingar Sveinbjarnar úr Hómerskviðum, en lætur þess einnig getið (bls. 113), að sennilega hafi Rask veriÖ tómlátur um þessa hlið á þýÖingar- starfi Sveinbjarnar, sbr. bls. 48—49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.