Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 69

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 69
ANDVARI IIROSSADRÁPIÐ Á HÖRGÁRDALSHEIÐI 1870 307 febrúar sama ár. Skortir þar ekki stór orð. Telur hann aðaltilgang Hallgríms að fegra málið í augum almennings, en til þess að svo megi verða þurfi hann að grípa til ósanninda og bera brigður á margt í greinum Jóns, sem sannanlegt sé með ótal vitnum að Jón segi satt. Telur hann Oxndæli hafa farið illa með hrossin áður, rekið þau harðneskjulega og svelt þau í réttum hjá sér, og um meðferð á þeim hafi þeir yfirleitt gengið fram hjá öllum þaraðlútandi lögum. Telur hann „hrossadrápið" framið í hefndarskyni og er ekki myrkur í máli. Þá tekur hann til meðferðar kaflann í grein Hallgríms, um meðferð á hross- um í Skagafirði og telur Öxndælum sízt farast að setja ofaní við Skagfirðinga um meðferð búpenings; enda sé það til- hæfulaust með öllu, eins og hann skýri frá. „Hinsvegar hafa margar ófagrar sög- ur borizt hingað um horfelli á hrossum og sauðfé, úr yðar sveit, og þær svo herfilegar, að eigi finnast dæmi slíks“. Eins og getið er hér að framan sendi E. Briem kollega sínum J. Johnsen próf þau, er hann hélt yfir leitarmönnum. Brá hann við og hélt fram í Öxnadal og upplýstist þá, sem áður er sagt, að þeir Magnús Magnússon bóndi á Gili og Jónas Jónasson frá Bakkaseli væru valdir að þessu verki. Stóðu réttarprófin fram til nóvemberloka, og uppgötvaðist ekki annað en það, sem Magnús játaði í fyrstu, að hann hefði rekið hrossin, og ætlað með þau niður í Víkingsdalinn, en hefði sakir ókunnugleika, hríðar og þoku villzt og lent í skálinni, sem hann áleit að væri dalurinn. Var þá ákveðið að fresta úrslitum málsins þar til næsta sumar er gjör mætti sjá fyrir gaddi leið þá sem hrossin voru rekin, og stöðvar þær, er þau fundust á. í aukarétti Eyjafjarðarsýslu er svo málið dæmt 11. ágúst 1871 og féll dómur þannig: Að Magnús bóndi Magnússon á Gili skyldi greiða 20 ríkisdala sekt í landsjóð, og helming alls sakarkostnaðar, en aftur áttu þeir feðgar Jónas Sigurðsson og Jónas Jónasson, fyrir réttarins ákæru í þessu máli fríir að vera en greiða þó 14 málskostnaðar og hver sínum verjanda. Talsmaður þeirra feðga var Jón Ólafsson (ritari) í Spónsgerði í Möðruvallasókn, en fyrir Magnús ekki minni maður en síra Arnljótur Ólafsson, sem þá var prest- ur á Bægisá, og er tekið fram að hann hafi ekki krafizt neinna launa, þar sem Magnús sé sóknarbarn hans og auk þess skyldur honum. Menn mun furða hve Magnús hlaut vægan dóm, jafnmikið sem hér var að gert og sýnir það bezt hvað prestur hefir varið málið með miklu harðfylgi og vitur- leik. Hann mun jafnan hafa haldið hinu sama fram, sem Magnús bar í fyrstu, að reksturinn hafi aðeins verið gerður í þeim tilgangi, að losna við áganginn þannig, að reka hrossin niður á Víkings- dal, og jafnframt hitt, að Magnús hafi ekki annað vitað, en þeir væru þangað komnir er þeir skildu við þau. Enn- fremur hélt hann því fram, að koma mætti hrossum niður úr skálinni og því hefði verið fljótræði að bana þeim, sem kemur nú reyndar illa heim við frásögn Jóns Péturssonar um ástand þeirra. Gamlir Blöndhlíðingar sögðu mér, að síra Arnljótur hefði — til að sanna sitt mál — teymt reiðhest sinn, sem var fádæma lipur og fótmjúkur, upp í skál- ina og hafa kunnugir sagt mér að komast mætti yfir urðarhrygginn á einum stað, ef um lipran og vel taminn hest væri að ræða. Ekki er heldur í dóminum minnzt einu orði á skaðabætur til þeirra, sem fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.