Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 111
ANDVARI
LEIÐRETTING
349
lestur í Islendingafél. um ísl. trúar-
bragðafrelsi og komizt að þeirri niður-
stöðu, að það væri aðeins á pappírn-
um. Görnul blöð hafði ég gengið í gegn-
um frá 1860 og citeraði þau allmikið.
Þar á meðal tók ég upp kafla úr grein
eftir séra Olaf á Stað, föður Jóhannesar.
Jóhannes er, eins og þig kannski rankar
við úr skóla, ein geysileg frelsis- og trúar-
hetja. Jóhannes tók fyrirlesturinn óstinnt
upp og yfir höfuð hans partí, sem annars
er alveg sarnan sett af sömu mönnunum
og Sigurðar-Stefánssonar-partíið gamla.
Páll Briem og Jóhannes héldu ræður á
móti fyrirlestrinum og ég repliceraði þeim
báðum. Það var eitt með því skemmti-
legra, sem ég hef lifað, því þeir urðu
mjög algjörlega undir í þeirri viðureign.
Svo kemur þessi saga og formaður fé-
lagsins lýsir því yfir á fundi einum, að
á næsta fundi ætli ég að lesa hana upp.
En á milli funda breiðist sá orðrómur út,
að Jóhannes sé copieraður í sögunni.
Partíið gjörir svo allt, sem það getur, til
þess að hamla því, að sagan verði lesin
upp, og að minnsta kosti vill það, að
hún verði á undan upplestri sett undir
censúr félagsstjórnarinnar. Sigurður Jón-
asson forseti Bókmenntafélagsins og
Hannes Hafstein eru báðir í nefndinni
og vildu óðir og uppvægir fá söguna og
drifu það í gegn, að öllum kröfum þeirra
var neitað. Eg las upp söguna, 5 menn
„pipu“ á eftir, en eitthvað 60 klöppuðu,
eins og þeir væru óðir, og sagan gjörði
stormandi lukku. En ekki mun samkomu-
lagið milli landa hér verða betra hér eftir
en hingað til.“
Við þetta er litlu að bæta, cn óhugs-
andi virðist eftir þessu, að það sé rétt,
að þarna hafi verið lesin upp sagan Fé-
lagsskapurinn í Þorbrandsstaðahreppi.
Að sinni skal ósagt látið, hvar eða hve-
nær sú saga var samin, en ekki hefur það
getað verið síðar, en skömmu eftir komu
Einars til Winnipeg, því að í vestur-
íslenzka blaðinu Leifi 16. des. 1885 segir
af því, að Einar læsi söguna upp á sam-
komu íslendinga þar 5. desembcr þ. á.
Ekki er mér kunnugt, bvort sagan Séra
Jón gamli, sem Einar las á fundinum
sæla í Höfn, er varðveitt í handriti, t. a.
m. hjá einhverjum niðja hans, en af orð-
um þeirra Ólafs Davíðssonar virðist mega
ráða, að hún hafi ekki verið í ósvipuðum
anda og sagan You are humbug, Sir, sem
kom í júlíhefti Heimdallar 1884.
Aðrar villur, sem ég hef enn rekizt á
í fyrrnefndri Andvaragrein, svo sem það,
að á tveimur stöðum hafa niður fallið
rómverskar tölur, sem skyldu skipta
henni í kafla, eru ekki svo stórvægilegar,
að ég vilji eyða rúmi þessa heftis til að
leiðrétta þær nú. En fremur mun þess
að vænta, að einhverjar villur kunni að
vera í þeim tilvitnunum, sem í greininni
eru í heimildir á dönskum söfnum, þar
eð ég hafði ekki frumritin við höndina,
er prófarkir voru lesnar.
Uppsölum, 13. nóv. 1962.