Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 111

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 111
ANDVARI LEIÐRETTING 349 lestur í Islendingafél. um ísl. trúar- bragðafrelsi og komizt að þeirri niður- stöðu, að það væri aðeins á pappírn- um. Görnul blöð hafði ég gengið í gegn- um frá 1860 og citeraði þau allmikið. Þar á meðal tók ég upp kafla úr grein eftir séra Olaf á Stað, föður Jóhannesar. Jóhannes er, eins og þig kannski rankar við úr skóla, ein geysileg frelsis- og trúar- hetja. Jóhannes tók fyrirlesturinn óstinnt upp og yfir höfuð hans partí, sem annars er alveg sarnan sett af sömu mönnunum og Sigurðar-Stefánssonar-partíið gamla. Páll Briem og Jóhannes héldu ræður á móti fyrirlestrinum og ég repliceraði þeim báðum. Það var eitt með því skemmti- legra, sem ég hef lifað, því þeir urðu mjög algjörlega undir í þeirri viðureign. Svo kemur þessi saga og formaður fé- lagsins lýsir því yfir á fundi einum, að á næsta fundi ætli ég að lesa hana upp. En á milli funda breiðist sá orðrómur út, að Jóhannes sé copieraður í sögunni. Partíið gjörir svo allt, sem það getur, til þess að hamla því, að sagan verði lesin upp, og að minnsta kosti vill það, að hún verði á undan upplestri sett undir censúr félagsstjórnarinnar. Sigurður Jón- asson forseti Bókmenntafélagsins og Hannes Hafstein eru báðir í nefndinni og vildu óðir og uppvægir fá söguna og drifu það í gegn, að öllum kröfum þeirra var neitað. Eg las upp söguna, 5 menn „pipu“ á eftir, en eitthvað 60 klöppuðu, eins og þeir væru óðir, og sagan gjörði stormandi lukku. En ekki mun samkomu- lagið milli landa hér verða betra hér eftir en hingað til.“ Við þetta er litlu að bæta, cn óhugs- andi virðist eftir þessu, að það sé rétt, að þarna hafi verið lesin upp sagan Fé- lagsskapurinn í Þorbrandsstaðahreppi. Að sinni skal ósagt látið, hvar eða hve- nær sú saga var samin, en ekki hefur það getað verið síðar, en skömmu eftir komu Einars til Winnipeg, því að í vestur- íslenzka blaðinu Leifi 16. des. 1885 segir af því, að Einar læsi söguna upp á sam- komu íslendinga þar 5. desembcr þ. á. Ekki er mér kunnugt, bvort sagan Séra Jón gamli, sem Einar las á fundinum sæla í Höfn, er varðveitt í handriti, t. a. m. hjá einhverjum niðja hans, en af orð- um þeirra Ólafs Davíðssonar virðist mega ráða, að hún hafi ekki verið í ósvipuðum anda og sagan You are humbug, Sir, sem kom í júlíhefti Heimdallar 1884. Aðrar villur, sem ég hef enn rekizt á í fyrrnefndri Andvaragrein, svo sem það, að á tveimur stöðum hafa niður fallið rómverskar tölur, sem skyldu skipta henni í kafla, eru ekki svo stórvægilegar, að ég vilji eyða rúmi þessa heftis til að leiðrétta þær nú. En fremur mun þess að vænta, að einhverjar villur kunni að vera í þeim tilvitnunum, sem í greininni eru í heimildir á dönskum söfnum, þar eð ég hafði ekki frumritin við höndina, er prófarkir voru lesnar. Uppsölum, 13. nóv. 1962.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.