Andvari - 01.10.1962, Page 103
ANDVARI
.ARGHYRNU LÁT ÁRNA'
341
hvort tveggja gctur merkt fyrirbæn eða
blessun, og kemur fyrir í fornum ritum
í bvorri tveggja merkingunni.
En í fornum kveðskap kemur sögnin
að árna eigi fyrir í þeirn samböndum, að
fræðimenn hafi fundið þar þessa merk-
ingu hennar, — nema á einum stað. Það
er í Atlamálum, 64. vísu: „Gættist þess
Högni að árna ánauðugum". Annars hefði
e. t. v. þessi staður dulizt líka, ef eigi
væri til á þessum orðum forn endursögn,
scm ekki getur orkað tvímælis, en það er
í Völsungasögu, 27. kapítula: „Þá mælti
Högni, er færrum er títt, þá er í mann-
raun koma: hann árnaði þrælinum lífs“.
Ilins vegar hefur það ekki dulizt, að
sögnin er all-breytileg að merkingu.
Þannig er Frey lagt í munn í Skírnismál-
um (40. vísa): „Seg mér það Skírnir, hvað
þú árnaðir í Jötunbeima þíns eða míns
munar“, og hefur „hvað þú árnaðir"
verið þýtt: hvað þér auðnaðist að fá fram-
gengt. Lik merking sagnarinnar er og
talin í Atlamálum, 33. vísu: Siglið þér
sælir og sigur árnið, þar sem „sigur árnið“
er talið þýða að verða sigurs auðið. En al-
gengust merking sagnarinnar í bundnu
máli virðist þó vera að fara eða ferðast:
Þik bað, sólar sökkvir,
sinn halda vel, Rínar
hvern er hingat ámar
húskarl, nefi jarla.1)
segir Sighvatur skáld í Austurfarar-
vísum við Rögnvald jarl. Og Ólafur kon-
ungur Haraldsson hefur að gamanmál-
um í lausavísu:
1) Snúið í laust mál: Nefi (þ. e. frændi) jarla
bað þig, Rínar sólar sökkvir (þ. e. gjöfull mað-
ur), að halda vel hvern sinn húskarl, er ámar
(þ. e. ferðast eða kemur) hingað.
Þollur mun glaums um grímu
gjarn síðarla áma
randar skoð að rjóða
ræðinn sá er mey fæðir.2)
Stundum cr þessi merking sagnarinnar
vafasöm, þó að samkvæði fræðimanna sé
um að láta hana gilda, jafnvel í flokki
Þorleiks fagra um Svein Úlfsson:
Hve hefr til Heiðabæjar
heiftgjarn konungr árnað.
Um önnur dæmi enn vafasamari verður
síðar rætt.
Annars fannst mér frá upphafi, að það
væri Egilssaga sjálf, er hefði lagt mér í
hendur rök að skilningi mínum á vísu
Skallagríms og sögninni að árna sérstak-
lega, eins og hún er þar notuð. Skal ég
nú þessu til vitnis endursegja söguna í
fáum orðum, þar til að visunni kemur:
Kveldúlfur Bjálfason, dóttursonur Hall-
bjarnar hálftrolls úr Hrafnistu, átti með
konu sinni, Salbjörgu Káradóttur úr
Berðlu, sonu tvo, Þórólf og Grím. Þeir
voru fulltrúar tveggja strauma í ættinni,
norræns og finnsks, Þórólfur norrænn
kappi framgjarn og kappsamur, Grímur,
oftast kallaður Skallagrímur, innhverfur,
hamrammur, þykkjumikill, langminnugur
og langrækinn. Þórólfur gerðist konungs-
maður eins og hann hafði upplag til og
barðist til frægðar og sigurs með Haraldi
hárfagra í Hafursfirði. Fyrir framgöngu
sína þar hlaut hann úr konungshendi arf
eftir Bárð hvíta félaga sinn, ekkju hans
og ríki, Hálogaland allt og innheimtu
2) Snúið í laust mál: Þollur randar glaums
(þ. e. hermaður), sá er ræðinn fæðir mey um
grímu (þ. e. sá er situr ræðinn yfir þorðum með
mey um nótt) mun síðarla árna skoð (þ. e.
skaðleg vopn) að rjóða (þ. e. ganga eða fara
til orustu).