Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 39
Hannes Hafstein.
Gestur Pálsson.
liðsinnandi, því aumingja kallinn er
alveg orðinn ókunnugur öllu í borginni
og er orðinn hálfgerður aumingi sakir
elli, konumissis o. fl. þó alltaf lifi skarið
sama. Það liðsinni sem kallinn þyrfd
helzt með væri nú að líkindum að vísa
honum á prentsmiðjueigendur og segja
honum hvernig hann ætti að ferðast, ef
hann þyrfti að fara eitthvað út á landið.
Hann hefur jafnvel verið að tala um að
fara til Randers. Þá væri nú víst bezt
fyrir hann að fara sjóveg beina leið frá
Höfn.
Eg skal gangast fyrir því og drífa það
í gegn, að stúdentar bjóði handiðnamönn-
unr og kannske fleirum gratís kennslu.
I lverjar greinir kennið þið? Segðu mér
það næst. Blessaður sendu mér kvæði
næst.
Þinn
Gestur.
Framan af ári 1883 leggur Suðri ekki
illt til nokkurs manns. En 30. júní birtist
vægðarlaus árás eftir ritstjórann á Latínu-
skólann og rektor Jón Þorkelsson. Sú grein
verður upphaf hörmulegri blaðaskrifa en
áður munu hafa sézt á íslenzku.
Gestur segir að sóðaskapurinn í skólan-
um skari fram úr öllu hófi. Yfirleitt sé öll
skólastjórnin hin bágbornasta. Piltar van-
ræki kennslustundir, séu á flækingi hóp-
um saman út um allan bæ meðan kennsla
standi yfir, oft ekki nema rúmur helm-
ingur þeirra í kennslustundum. Eins vanti
kennara oft í kennslustundir, og sé vitað
með rökum að orsökin sé ekki veikindi.
Dr. Jón Þorkelsson sé lærdómsmaður mikill,
vakinn og sofinn í bókum, en stímabrak og
háreysti daglega lífsins eigi ekki við hann;
hann sé illa fallinn til skólastjómar. Kunn-
ugir segi að honum fari aftur ár frá ári, og
verði ekki við slíka skólastjórn unað. Tæp-
lega geti heiðvirðari né samvizkusamari
mann en hann, og myndi það aldrei sjást
betur en ef hann segði af sér embætti, sem