Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 82
320
JÓN GÍSLASON
ANJJVAIÍl
Fyrir mitt leyti verð ég að segja, að því
lengur sem ég les ljóðaþýðingar Svein-
hjarnar, því fegurri þykja mér þær sem
ljóð. En hins vegar geng ég þess ekki
dulinn, að þær eru fyrst og fremst íslenzk
ljóð, því að búningur þeirra og skáld-
skaparstíll er svo fjarlægur Hómer sem
hugsazt getur. Hinar íburðarmiklu kenn-
ingar og málskrúð eru í beinni mótsögn
við hinn göfuga einfaldlcik Hómers.
Flestum skáldum er það ómissandi
skóli og aðhald að hafa „públíkum", ef
svo mætti að orði komast. Skáldskapur-
inn er eitt fyrirbæri þjóðlífsins, sem ber
þá rnestan og fegurstan ávöxt, þegar
skáldið finnur lífið umhverfis örva sig
til sköpunarstarfsins. Þýðing Odysseifs-
kviðu í lausu máfi er t. a. m. ávöxtur af
slíkri samverkan lífsins og sköpunar-
máttar skáldsins. Þó að það ,,públíkum“,
sem Sveinbjörn hafði, er hann vann það
verk, væri ekki stórt, þá var það eftir
atvikum gott, hið bezta, sem þá var völ
á hér á landi, skólasveinar Bessastaða-
skóla, ungir menn, sem voru opnir fyrir
fegurð þeirri í hugsun og máli, er lær-
dómsmaðurinn og skáldið, kennari þeirra,
var að miðla þeim. En þegar Sveinbjörn
er hins vegar að fást við ljóðaþýðingar
sínar, skortir hann slíkt „públíkum".
Þessi ljóð eru ekki sprottin upp af sam-
verkan sköpunarmáttar skáldsins og þarfa
og áhuga fólksins í kringum hann. Þau
eru því raust skálds, sem situr í „fíla-
beinsturni" lærdóms síns og þekkingar
á hinu forna íslenzka skáldamáli. Sú
raust býr vissulega yfir sérstæðri fegurð,
en hún túlkar ekki Hómer á réttan hátt
og hún á ekki heldur greiðan aðgang að
hug og hjarta fólksins í landinu eins og
óbundnu þýðingarnar. Hinar íburðar-
rniklu kenningar og málskrúð eru við-
hafnarklæði, sem fara þessum ljóðum
ekki vel. Þau eru anda og stíl Hómers
jafnfrábrugðin og norræn skrautlist, t. a.
m. Valþjófsstaðahurðin, er ólík myndlist
Meyjarhofs á Akropolis Aþenuborgar.
Eiga hér við, að því er virðist, orð hins
fræga enska fornmenntafræðings Rich-
ards Bcntleys, er hann viðhafði um Hóm-
ersþýðingar Popes við þýðandann sjálfan:
„A fine poem, Mr. Pope, but you must
not call it Homer." (Hefur praeses vitnað
í þessi ummæli á bls. 69). Allir verða
auðvitað að viðurkenna, að vel sé ort,
víða eru mikil skáldleg tilþrif og fagur-
lega að orði komizt, sem sagt ágætt kvæði
að fornlegum íslenzkum hætti, en háttur
Flómers er það ekki.
Praeses segir á bls. 125: „Vér sjáum
þegar í fyrsta erindinu, 185. v. ágæt dæmi
þess, hvernig Sveinbjörn notar hið forna
skáldamál.1) Þar sem grískan hefur for-
nafn eitt róv, svarar hann með tveimur
heitum: anzaði öðlingi . . . ok vit sjóla
kvað. Eiga þessi heiti vel við Odysseif
o. s. frv.“ — Hér tel ég, að praeses hafi
einmitt gripið á veilunni í hinni bundnu
þýðingu Sveinbjarnar, málskrúðinu, sem
er svo andstætt stíl Hómers. Sama gildir
um orðalagið „salvörður svína“, sem
Sveinbjörn hefur um svínahirðinn, að
það stingur mjög í stúf við látleysi frum-
textans, eða þá kenningarnar um stúlku-
kindina í 200.—204. v.: skarlats nanna,
hildr refla, falda lind, silkinanna, allt
stingur þetta mjög í stúf við einfaldleik
Hómers.
A bls. 130, miðri, segir praeses: „Hvergi
í umræddum kafla ljóðaþýðinganna hef-
ur Sveinbjörn vikið jafnlangt frá frum-
textanum og í þýðingu 226. v. Heggur
hann fyrst á sambandið milli ðéjta ij6i|
Tpajtéijag og avðpwv ðamjpóvwv, svo að
óljóst verður, hvert erindi þessir kunn-
gestir (sem Sveinbjörn telur væntanlega)
eiga inn í frásögnina. Seinna kemur í
1) Með fornu skáldamáli á ég einnig við mál
rímna.